Morgunn - 01.12.1951, Page 7
MORGUNN
89
er skyndilega varð fáviti tveggja og hálfs árs gömul.
Móðirin var sannfærð um, að veikindi bamsins stöfuðu
af andaáhrifum, og þær vinkonurnar fóru að rannsaka
málið saman.
Þær gerðu síðar þann samning með sér, að sú þeirra,
sem fyrr dæi, skyldi koma til hinnar og sanna sig með
því að segja: „Það er satt, að andar geta komið aftur.“
Ári síðar andaðist frú Lackmund, og þá varð það tveim
vikum siðar, snemma morguns, að hún birtist frú Wick-
land svo greinilega, að hún áttaði sig ekki fyrst á því, að
vinkona hennar var látin. Frú Lackmund snerti létti-
lega kinn vinkonu sinnar, sem settist óðara upp í rúmi
sínu og sagði: „Frú Lackmund!"
Þá sagði frú Lackmund: „Anna, það er satt, að andar
geta komið aftur. Farðu til mannsins míns, prófessors
Lackmunds, og segðu honum, að demantshringurinn minn
sé í skrifborðsskúffunni.“
Frú Wickland lék mikill hugur á að flytja próf. Lack-
mund þessa orðsendingu og gerði það óðara. Prófessorinn
sagði henni þá, að hann hefði verið að leita alls staðar
að þessum hring, en gæti hvergi fundið hann, og hefði
verið einráðinn í að yfirheyra þjónustufólkið um málið
einmitt þennan morgun. Nú leitaði hann í skúffunni og
fann hann í einu homi hennar, vafinn innan í blað, en á
blaðinu stóð: „Gefðu Franz (4 ára gömlum syni hennar)
þennan hring, þegar hann verður 16 ára.“
Þetta atvik er ekki unnt að skýra sem blekking frá und-
irvitund frú Wicklands, því að hún vissi ekkert um þenn-
an týnda hring.
Það er ljóst, að rannsaka verður vandlega alla þá, sem
segjast vera miðlar, einkum ef hjá þeim eiga að gerast
líkamleg fyrirbæri, til þess að hindra svikastarfsemi. En
af öllum tegundum sálrænna fyrirbrigða er meðvitundar-
laus trans trúverðugastur. Hann gefur framliðnum tæki-
færi til beins sambands, og mjög oft er unnt að gefa þeim
möguleika á að sanna sig.