Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 19

Morgunn - 01.12.1951, Side 19
Óvenjulegt aftvik. Eftir séra Ch. Drayton Thomas. Á fundi með frú Osbome Leonard hinn 4. júlí 1950, sagði „Feda“ mér frá návist manns, sem hefði „flutzt yfir fyrir mjög stuttu". Nafn hans var ekki nefnt og af lýsingu hennar (Fedu) á manni þessum gat ég ekki áttað mig á frá hverjum hún væri að segja mér. Síðar komst ég þó að raun um, að hún hafði verið að segja mér frá göml- um vini minum, Emest Hughes. Hann hafði verið lög- fræðingur minn um þrjátíu ár, það sem Feda sagði mér, gat ekki átt við neinn annan. Athyglisverðust er sú stað- reynd, að hann var ekki látinn, þegar ég var á þessum fundi. Hann andaðist fimm dögum síðar og kom andláts- fregn hans öllum á óvart. Það er gerðist á fundinum var hraðritað. Skýringar mínar og athugasemdir eru innan sviga. Feda: „Það er einhver hérna, sem er nýkominn yfir.“ (Einkennilegast við þetta er, að hann var þá ekki látinn.) Feda: „Hann hefur ekki verið vel hraustur nokkuð lengi, sennilega verið meira og minna lasinn um tveggja eða þriggja ára bil.“ (Ekkja hans hefur staðfest, að þetta væri rétt.) Feda: „Hann virðist ekki hafa verið heima hjá sér þeg- ar hann andaðist. Hann virðist hafa verið staddur utan heimilis síns.“ (Hann var staddur í Otford og heilsa hans hafði farið batnandi. Milli Otford og heimilis hans í Brom- ley eru um 10 mílur, og 25 mílur frá húsi því í London, þar sem fundur þessi var haldinn.) 7

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.