Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 25

Morgunn - 01.12.1951, Page 25
MORGUNN 107 oft ég ætti samræður við framliðna vini mína. Hugsanlegt virðist, að er hann hafi fundið sig vera starfandi utan jarð- nesks líkama síns, að hann hafi ályktað að hann væri þegar alfluttur yfir landamærin og hafi viljað nota tæki- færið til þess að segja mér frá því, að nú hefði hann reynt þetta sjálfur, en eftir því, sem Fedu fórust orð, virð- ist sem ástand hans kunni að hafa verið áþekkt því, að hann væri að dreyma. Nokkurum vikum áður an andlát hans bar að, hafði ég sagt honum, að á fundi með Leslie Flint hefði systur minni tekizt að tala við mig með eigin rödd utan við miðilinn. Þessi athugasemd á við samtal, er hún kvaðst hafa heyrt. Hún kvaðst hafa heyrt, að ég hefði verið að tala við eiginkonu mína, og ég hefði þá sagt, „að ég þyrfti að skrifa Emest Hughes“. Veitið því athygli, að ég nefndi fullt nafn hans, en þetta var ævinlega venja mín, en ég get fulyrt, að ég nefndi ekki „lögfræðing minn“. Röddin, sem talaði við mig á umgetnum fundi, nefndi ekki nafn hans, en sagði „bréf til lögfræðingsins þíns'. Enginn þeirra, er sátu fund þennan, vissu deili á Ernest Hughes, nema ég. Ernest Hughes fannst mikið til um þetta sannanaatriði, er ég sagði honum frá þessu, og önnur þau, er ég hafði sagt honum frá á liðnum árum. Hann vissi því fullvel, að ég hafði fengið skilaboð frá framliðnum vinum mínum, og vitneskja hans um þetta hefur því sennilega átt mest- an þátt í því að beina atyhgli hans að þessum sambands- fundi mínum með frú Leonard. E. Loftsson þýddi úr „Light“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.