Morgunn - 01.12.1951, Síða 38
„Nú veit ég ..
tJr bóTc Margaret Gordon Moore: Coincidence—?
Við kvöldskemmtun, sem ég kom upp í góðgerðaskyni
í einu af leikhúsum Lundúna og hennar hátign Mary
drottning heiðraði með nærveru sinni, kynntist ég Mertu
Silver, sem er kunn leikkona. Ég nefni hana hér þessu
nafni.
Hún var og er kona gædd óvenjulegum yndisþokka,
bæði falleg og gáfuð. Það vakti mér gleði að heyra, að
hún ætti sumarhús nálægt sumarbústað okkar hjónanna,
og hún bauð okkur að heimsækja sig og sjá garðinn sinn.
Dagurinn, þegar við fórum að heimsækja hana, var einn
þessara töfrandi sumardaga, sem eru eins og þrungnir af
hljómlist, þegar allt andar frá sér gleði og fögnuði.
Hún sýndi okkur fjársjóðu sína af mikilli einlægni og
gleði. Gamall maður var að vinnu í garðinum hennar.
Hann ljómaði í framan, þegar hann leit á Mertu, og hún
heilsaði honumn á móti með vinalegri gleði. Mér fannst
sem frá listrænu sjónarmiði séð ætti þessi gamli maður
bókstaflega heima í garðinum. Allt var eins og það átti
helzt að vera í þessu yndislega, litla heimili, og ég hafði
orð á þessu við húsmóðurina.
,,Já,“ svaraði hún, „hann hefur alltatf verið hérna síð-
an við eignuðumst þennan stað, og ég held að hann elski
staðinn og okkur. Hann er vel gefinn maður, og návist
hans er sérlega þægileg. Og hann er fullkomlega heiðar-
legur að öllu. Hann minnir mig alltaf á einkennilegt mál,
en það er löng saga og það mimdi þreyta yður að hlusta
á hana.“