Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 42

Morgunn - 01.12.1951, Page 42
124 MORGUNN „Nei, nei, hversvegna ætti hann að gera það, jafnvel þótt hann lifði, elsku vinur?“ „Myndir þú trúa því, ef hann sendi þér merki sitt?“ „Hvemig ætti hann að geta það?“ spurði ég óþolin- móð. „Þú skalt bíða og sjá til. En mundu eftir þessu.“ Þessu var nú lokið, en þetta setti mig enn meira úr jafnvægi en fyrri sýnin, — þessi vökudraumur, eða hvað það nú var. Ég lagði leið mína yfir í litlu kirkjuna og reyndi að biðjast fyrir. Og nú var ég einhvemveginn glað- ari með sjálfri mér en ég hafði nokkru sinni verið, síðan vinur minn dó. Mér til mikillar undrunar hélt þetta breytta hugarástand áfram. Þá var það tveim dögum síðar, að gamli garðyrkjumaðurinn, sem þér sáuð áðan, kom hlaup- andi til mín í mikilli geðshræringu. „Sjáið þér, frú,“ hrópaði hann, „þér hljótið að hafa misst þetta í rósabeðið einhverntíma í morgun; ég fann það rétt í þessu. Það var áreiðanlega ekki í rósabeðinu, þegar ég var að hreinsa það í gær.“ Mér til botnlausrar furðu hélt hann á yndislega falleg- um krossi úr skomum fallegum steinum. Orðin: „en mundu nú eftir þessu“, bárust að mér í kyrru loftinu. „Já, þennan kross á ég, og ég get ekki þakkað yður eins og mig langar til,“ sagði ég. Ég tók krossinn í hendur mínar hljóðlega, en ómælanlegur fögnuður altók hjarta mitt. Ó, hve dásamlegt er þetta, — heyrði ég sjálfa mig segja. Þetta hefur gerbreytt öllu lífi mínu. Ég hefði ekki hjálp- að yður með góðgerðakvöldið í leikhúsinu um daginn, ef ég hefði ekki verið búin að öðlast þessa reynslu. Nú veit ég, að allt skiptir máli, sem við gerum. Nú veit ég, að enginn dauði er til.“ J. A. þýddi lausl.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.