Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Síða 49

Morgunn - 01.12.1951, Síða 49
MORGUNN 131 þótt það hæfa sér að deyja sama dag og faðir okkar, en ég hef ríka tilhneiging til að halda, að hún hafi beinlínis ætlað sér að deyja á sama degi og hann. Eftirlætissonur hennar og elzti drengurinn Mikael, sem dó skömmu síðar, kom til að sjá hana. Hún kvaddi hann ósköp blátt áfram, en bersýnilega hinztu kveðjunni. Ennþá höfðum við von. Við sögðum henni, að við gæt- um ekki verið án hennar, gætum ekki hugsað til þess að missa hana, og hún vissi vel, hve við höfðum öll systkinin dýrkað hana. En hún svaraði, og okkur fannst nokkur beiskja í svarinu: „Finnst ykkur, að ég sé enn ekki búin að géra nóg fyrir ykkur?“ Okkur brá, og við sögðum: „Jú, mamma, og við skul- um ekki halda í þig, ef þú vilt það ekki sjálf.“ í ótta mínum sneri ég mér í huganum til föður míns með allri þeirri hugarorku, sem ég átti yfir að ráða: Hlustaðu á mig, pabbi, við hjálpum henni svo langt sem við náum, en þá verður þú að koma til, því að hún má ékki þjást. Síðasta sinn, sem læknirinn kom, sagði hann að mamma væri enn sterk, og ekkert sérlegt að henni, og enn höfð- um við von. Hún rétti báða handleggi út frá sér, önnur höndin lá í skauti mínu, en ég sat við rúm hennar. Enga breyting var á henni að sjá, en skyndilega fannst mér, eins og hún væri vitandi vits og með sterkri viljaákvörðun að opna þær flóðgáttir líkamans, sem lífið streymir út um. Samstundis sá ég föður minn. Hann stóð andspænis mér við fótagaflinn á rúminu. Þá vissi ég, hvað um var að vera. Mamma dó hljóðlega, eins og ljós, sem slokknar. Það var á hvítasunnudag. Að missa móður sína er að glata því, sem síðast er til af barninu í manni sjálfum. Manni finnst eins og allt sé orðið breytt, maður standi eftir óvarinn, eigi engan fast- an stað lengur. Ekkert annað heimili getur komið fylli- lega í stað æskuheimilisins, og' foreldrarnir eru sú jarð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.