Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 60

Morgunn - 01.12.1951, Page 60
142 MORGUNN hefði haft óvenjulegan meðfœddan hjartasjukdóm, sem hann lýsti nánara, og sagði, að verið hefði vatn í kring- um hjartað. Móðurinni þótti vænt um þessa orðsendingu. Hún hafði kvalizt af tilhugsuninni um, að eitthvert hirðu- leysi barnfóstrunnar hefði orsakað dauða bamsins, sem allir höfðu talið fætt hraust og heilbrigt að öllu leyti. Daginn eftir fundinn var líkskurðurinn framkvæmdur, og hann leiddi í Ijós nákvœmlega það, sem fullyrt hafði verið i miðilssambandinu um meðfæddan hjartajsúkdóm bamsins. Ekki verður þetta dæmi skýrt sem fjarhrif, því að hér kom fram vitneskja, sem í einskis jarðnesks manns huga var til. Enginn jarðneskur maður gat vitað um dauða- orsökina fyrr en eftir líkskurðinn, sem framkvæmdur var daginn eftir að miðilsfundurinn var haldinn. Bræðralagið. Höfuðorsök þess, hve þróuninni miðar seint áfram, er sú, að menn skilja ekki, að mannkynið er allt ein alls- herjarfjölskylda. Albert Einstein segir: „Oss skortir ekki vit til að sigrast á bölinu. Oss skortir menn með ábyrgð- artilfinningu og hollustu, menn, sem eru reiðubúnir til sjálfselskulausrar þjónustu við mannkynsheildina." Það veldur ósegjanlegu böli, bæði þessa heims og ann- ars, að menn virða ekki lögmál bræðralagsins, en unz svo verður, er æðri siðmenning óhugsanleg á jörðunni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.