Morgunn - 01.12.1951, Síða 62
144
MORGUNN
Við höfum að vísu athugað tilraunasalinn nákvæmlega
og þykjumst vissir um, að í honum séu hvorki leynidyr
né aðrar vélar. Þá sýnist sú tilbreytnii álitlegust að reyna
aö fá miöilinn heim til min. Ég þekki stofu mína í ný-
byggðu húsi og miðillinn hefur aldrei komið þangað. Und-
arlegt mætti það vera, ef þessir draugar kæmu þangað!
Á þennan hátt ætti að verða fyllilega séð við svikum frá
aðstoðarmanni og vélum í húsinu. Einhver vegur ætti að
vera að athuga miðilinn sjálfan, ef örfáir eru viðstaddir.
Eftir rækilega umhugsun tökum við þetta ráð. Við finn-
um ekki annað líklegra.
Við förum enn á ný til formanns og segjum honum
þessa fyrirætlun. Honum þykir þetta að vísu hálfhvim-
leitt vegna félagsmanna og spáir, að litlu munum við verða
nær þó þetta sé reynt, en eigi að síður lofar hann stuðn-
ingi sínum. Þegar til félagsins kemur gefur það og góð-
fúslega sitt leyfi.
# # #
Nú förum við enn á ný að hugsa um, hversu öllu verði
bezt og tryggilegast hagað á þessum fundi heima hjá mér.
Við rýmum öllum húsgögnum úr öðrum enda stofunnar,
sem valin er, rétt áður en fundurinn er byrjaður, og sjá-
um um að ekki verði til þeirra náð. 1 annað hornið setj-
um við tágastól handa miðli, sem brakar í ef hann hreyf-
ir sig, og við hliðina á honum- annan einfaldcin stól handa
gæzlumanni.
Viðstaddir eru hinir sömu og á síðasta fundi, og auk
þeirra ein aðgætin kona, sem ekki var trúuð á fyrirbrigð-
in. Miðillinn er klæddur úr hverri spjör og færður í föt
af mér. Gæzlumaður aðgættur. Dyrum er læst og þær
innsiglaðar.
Miðillinn sofnar sem fyrr. Stjómandinn heilsar og nokkr-
ar aðrar þekktar raddir. Gæzlumaður skýrir frá stellingu
miðils og segist halda höndum hans báðum.
Innan skamms heyrast sömu piltarnir pískra, sem mest-