Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 65

Morgunn - 01.12.1951, Side 65
MORGUNN 147 fyrir bar, en það ætti að nægja til þess að gefa sæmi- lega hugmynd um hitt. Ég verð nú að fara fljótar yfir söguna. Ég þori ekki að treysta því, að ritstjóra Norðurlands hafi gengið fjár- heimtan svo vel, að blaðið stækki um áramótin! Ég hélt áfram að sækja fundi í tilraunafélaginu fullan vetur, og naumlega var nokkur samkoma haldin svo, að ég ekki reyndi með einhverju móti að grafast fyrir svik í stóru eða smáu. Á flestum fundum varð ég einhvers var, sem mér þótti tortryggilegt, stundum afartortryggilegt, og reyndi svo í næsta sinn að hafa sérstaklega gætur á því. En þrátt fyrir allt gat ég aldrei staðið neinn að svikunum. Aftur gat ég ekki betur séð, en að mikill hluti fyrirbrigðanna væri svikalaus virkilegleiki, hvernig sem á þeim stóð. Mýmargt hafði ég engin tæki til að athuga, og þori því ekkert að segja um, hvort prettum hafi þar verið komið að. * * # Það var einkum ein tegund þessara undra, sem ég reyndi sérstaklega að grafast. fyrir: hinar óskiljanlegu hreyfingar dauöra hluta, sem enginn lifandi maður virtist eiga þátt í. Mér fannst lang-auðveldast að skera úr þessu, og myrkrið engan veginn gera það ómögulegt, ef allt var vel í haginn búið. Maður varð að tryggja sér: að miðill gæti ekki hreyft hlutina, ekki gæzlumaður, ekki aðstoð- armaður utan húss eða innan. Tvö fyrri atriðin reyndi ég að fá fulla vissu um, með því að sitja hjá miðli eða gæzlu- manni, hið síðara með því að athuga herbergið vandlega og útiloka það að aðrir kæmust að. Víst 20 sinnum átti ég kost á því, að vita hvað miðli og gæzlumanni leið, er ég sat einn fast hjá þeim fyrir innan netið, þreifa á höndum þeirra beggja o. fl., meðan hlutirnir voru á hreyfingu. Hvað eftir annað gekk ég úr skugga um, að hvorugur þeirra gat hreyft hlutina, hvorki beinlínis eða óbeinlínis. Ég álít, að þetta sé engum vafa undirorpið.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.