Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 70

Morgunn - 01.12.1951, Side 70
152 MORGUNN verið gert eitt einasta sinn, þá tók það allan efa af, skar úr málinu! Það er von þó allir spyrji þessa. Ég tel illa farið, að þetta var aldrei gert! Að ég ekki gerði þetta kom af því, að ég fékk aðgang í félagið með því eindregna skilyrði, að rannsaka ekki á annan hátt en stjórnin vildi leyfa. Það var þung freist- ing að brjóta ekki þetta loforð, en úr því ég hafði undir þetta gengizt, vildi ég halda orð mín. Því vildi þá ekki félagsstjómin leyfa þetta? Ástæður hennar voru þær, að ganga ekki móti því, sem stjórn- andinn (formaður hinna ósýnilegu!) vildi vera láta, og hann krafðist þess, að myrkur væri, að ekki væri kveikt nema hann gæfi leyfi til! Allir sjá, hve grunsamlegt þetta er. Segjum að miðill- inn tali það, sem stjórnandinn segir, og leiki brögð sín í myrkrinu. Hann ræður hvenær kveikt er! Stjómandinn bar aðallega það fyrir: að skyndilegt ljós á óhentugum tíma gæti spillt fyrirbrigðunum, verið þeim og miðilshæfileikum miðilsins til mikils hnekkis. Þegar miðillinn togaðist upp í loftið og allt ætlaði af göflunum að ganga, var etthvað sagt í þá átt, hvort draugar þess- ir hefðu ekki gott af dálítilli skímu. Stjórnandinn sagði, að vissulega hefðu þeir gott af, að brugðið væri upp ljósi, þeim myndi ekki verða óglatt af því, en ,,við (stjórnand- inn og hans liðar) þólum það því miður ekki. og við emm nú í vanda staddir og eigum fullerfitt með að bjarga okk- ur og miðlinum.“ En — hví í ósköpunum hallaðist stjórnin að svo tor- tryggilegu ráði? Erlend reynsla manna, sem fengizt hafa við sams konar athuganir, mun hafa mestu ráðið um þetta. Það getur verið, að gildar ástæður megi færa fyrir þessu, en illt var það, næstum ófyrirgefanlegt, að ekki var kveikt eitthvert sinnið, þegar mest gekk á. Reyndar kveikti ég eitt sinn, hálf óvart, á rafmagns- blysi, án þess að spyrja kóng eða prest. (Þá ætlaði einn

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.