Morgunn - 01.12.1951, Qupperneq 75
MORGUNN
157
ást sinni til vina og vandamanna o. s. frv. Hins vegar var
margt, sem kom í bága við lýsing kirkjunnar. Ég skal
drepa á fáein atriði.
Dauðinn var að þeirra sögn lítil breyting, og hún ekki
til batnaðar, litlu meiri en að fara úr einu herbergi inn
í annað, alveg eins eða svipað. Það var hvorki himnaríki
eða helvíti, sem tók við neinum, þeir breyttust hvorki í
engla né djöfla, þeir bara lifðu eins og ekkert hefði í skor-
izt, sjálfum sér líkir í kostum og löstum og undruðust
mest, til að byrja með, að þeir skyldu vera dauðir, eða
áttu jafnvel erfitt með að trúa því. Eftir dauðann tók
svo við líf næsta líkt jarðneska lífinu, með mismun góðra
og illra, hreinn reynslunnar skóli eins og hér með stöð-
ugri framþróun og fullkomnun, þó misjafnt gengi, en alls
engum eilífum vonlausum kvalastað. Þvert á móti, það
var ekki eingöngu von heldur vissa um að fullkomnun
og sæla biði allra að lokum, en þá fyrst, er menn væru
orðnir hreinir í hug og hjarta — algjörlega hreinir. Og
það var enginn, sem borgaði syndaskuld mannanna. Þeir
blátt áfram skáru upp það, sem þeir sáðu. Fullkomnunin
varð að þróast innan frá með langri reynslu og löngum
tíma. Þetta líktist kenningum Búddatrúarmanna.
Um guð sögðu þeir það eitt, að þeir tryðu á hann eins
og fyrr og af sömu ástæðu. Svo gerðu allir þar á landi
dáinna. Annars væru þeir engu fróðari um guð og ástand
það, er tæki við, þegar fullkomnuninni væri náð, en fólk
er flest. Þeir höfðu enga reynslu um þann hlut.
Ég get enga hugmynd haft um það, hvort kenningar
þessar eru sannleikur eða lygi, en að ýmsu leyti eru þær
fagrar, og mikla hvöt gefa þær til þess að lifa sem bezt.
Þær gefa von um uppfyllingu alls réttlætis. Engin stund-
ariðrun getur bætt fyrir langt, illt líf, þó að hún geti orð-
ið góð byrjun til viðreisnar. Meginatriðið er þetta: Það,
sem maðurinn sáir, það hlýtur hann að uppskera. Að
vísu verða allir að borga skuld sína til hins síðasta pen-
ings, en viðreisnin er líka öllum vís, ef ekki hér, þá hinu-