Morgunn - 01.12.1951, Qupperneq 80
162
MORGUNN
EFTIRMÁLI.
Ég sá það fyrir í byrjun, að efnið um andatrúna yrði
seint unnið upp. Grein mín hefur orðið lengri en ég vildi
og er þó ótalmörgu sleppt, sem ég ætlaði að drepa á.
Lýsing mín er því næsta ófullkomin.
Ég hef ekki reynt til þess að þræða neina vísindalega
eða nákvæma frásögn. Það má því spyrja um mörg at-
riði, sem eru hvergi nærri fyllilega skýrð. Tilgangur minn
var aðeins sá, að gefa lesendum ,,Norðurlands“ líka hug-
mynd um fyrirbrigðin og þeir hefðu sjálfir fengið, ef þeir
hefðu sótt fundi í tilraunafélaginu. Ég vissi, að um þau
gengju ýmsar kynjasögur, að þau voru umtalsefni víðs-
vegar um land. Ég ætlaðist til að hugmyndir manna um
þau yrðu réttari og ijósari eftir en áður.
Annað vakti og fyrir mér: Það má vel vera, að einhvers
staðar á landinu séu menn, sem hafa góða miðilshæfi-
leika. Það væri vert fyrir slíka menn að gefa sig fram
við Tilraunafélagið, sem nú er í miðilshraki. Þetta mætti
verða bæði þeim og félaginu til gagns. Er iilt til þess að
vita, ef slíkir hæfileikar eru til og ekkert athugaðir.
íslendingar hafa ætíð haft margar sögur að segja af
reimleikum og öðrum dularfullum fyrirbrigðum. Undan-
farið hefur allt slíkt verið talin hjátrú ein og þaggað nið-
ur. Réttara væri að veita öllu slíku grandgæfilega eftir-
tekt og rita viðburðina upp með vottum, óðara en þeir
hafa borið við, en fylgja auðvitað sannleikanum svo sem
frekast má. Slíkar vottfastar frásagnir munu ætíð þykja
markverðar, ef vel er frá þeim gengið.
Þá var það og fyrirætlun mín að minnast á „borð-
dansinn", sem fjöldi manna hefur reynt, og vara menn
við að festa um of trú á svör borðanna. Víst er það, að
borð getur hreyfzt og svarað spurningum, þó allt sé eðli-
legt, og jafnvel án þess, að nokkur sem við það situr,
reyni til að hafa brögð í frammi. Ég minnist máske á
þetta síðar.