Morgunn - 01.06.1957, Side 7
Jón Auðuns:
Húsið frá Guði
★
Það hefir ekki dulizt þeim, sem veruleg kynni hafa
haft af sálarrannsóknunum, hve víða þær bregða ljósi yfir
það, sem áður hefir verið torráðið í trúarbók vorri, heil-
agri Ritningu, og raunar yfir annað margt, sem kristnir
menn hafa reynt fyrr og síðar.
Þeim kirkjumönnum, sem verulegan gaum hafa gefið
málinu, hefir þetta verið ljóst, og þó engum ljósara en
próf. Haraldi Níelssyni. 1 formálanum, sem hann reit
að fyrra bindi predikanasafns síns, Árunum og Eilífð-
inni, segir hann: „Þótt mér finnist ég vera að mörgu
leyti í þakklætisskuld við ýmsa erlenda guðfræðinga og
kennimenn, einkum enska, þá tel ég mig þó eiga mildu
meira að þakka ritum beztu sálarrannsóknamanna vorra
tíma. Þau hafa haft mjög mikil áhrif á skilning minn á
heilagri Ritningu, og frætt mig með margvíslegum hætti
um sálarlífið og um leið um trúarlífið".
1 ágætri ritgerð dómprófastsins við St. Pálskirkjuna í
London, sem birt var í síðasta hefti MORGUNS, vakir
hið sama. Hann snýr sér sérstaklega að prestum og kirkju-
mönnum, sem honum þykir furðulegt hve tómlátir eru að
kynna sér málið, og leggur áherzlu á, hve hin vel vott-
festu og rannsökuðu sálrænu fyrirbrigði geti varpað ljósi
yfir margt í hinni helgu bók.
Þó hefir enginn, sem mér er kunnugt um, ritað um sál-
rænu fyrirbrigðin og samband þeirra við fyrirbrigðin, sem
Ritningin segir frá, af meira lærdómi og þekkingu en frú
St. Clair Stobart, hin gáfaða og fræga kona, sem látin er
1