Morgunn - 01.06.1957, Síða 8
2
MORGUNN
fyrir nokkrum árum og þá var minnzt í MORGNI. Henni
var það ljóst, 'hve fjarri fer því að unnt sé að skilja sumt
í Ritningunni, ef ekki er höfð hliðsjón af nútímafyrirbær-
unum og rannsóknum hæfra manna á þeim. Og til leið-
beiningar öðrum, sem vissu ekki eins mikið og hún í þess-
um efnum, reit hún hverja bókina af annarri, merkar
bækur.
Að fráskildum kraftaverkasögum guðspjallanna er um
auðugastan garð að gresja, að því er kemur til sálrænna
fyrirbæra, í bréfum Páls postula. Hann var, eins og kunn-
ugt er, mikill vitranamaður, gæddur víðtækum sálrænum
gáfum, eins og hann segir Korintumönnum allýtarlega
frá í bréfunum til þeirra. Ein var sú spurning, sem ofar-
lega var á baugi í söfnuðum hans, eins og í öllum öðrum
kristnum söfnuðum á þeirri tíð: „Hvernig rísa dauðir
upp. Með hvaða líkama koma þeir?“
Þessi spurning lá mönnum á þeirri tíð í stórmiklu rúmi,
einkum vegna þess, að frumkristnin var, sennilega undan-
tekningarlítið, sannfærð um, að heimsslit væru í nánd,
heimsendir nálægur. Þess vegna töldu sig kristnir menn
lifa í daglegri nálægð dauðans, hvern dag undir skugga
feigðarinnar. Endi allra jarðneskra hluta töldu þeir í
nánd, þeir litu svo á, trúðu því, að flestir þeirra myndu
enn vera á lífi við heimsendi. Páll postuli var líka sann-
færður um þetta lengi fram eftir aldri. En í síðustu bréf-
um hans má sjá, að hann hefir eitthvað verið farinn að
veiklast í heimsslitatrúnni, eða öllu fremur í sannfæring-
unni um nálæg heimsslit, og er farinn að gera ráð fyrir,
að hann verði sjálfur farinn af jörðinni fyrr en heims-
endir verði.
Það er auðvelt að skilja, hve brennandi spurningin um
annað líf hefir hlotið að vera slíkri kynslóð. Menn spurðu
ákaft: hvernig rísa menn upp, og með hvaða líkama koma
þeir ?
Margir gera sér í hugarlund, að trúarhugmyndir Gyð-
inga, flestar eða allar, séu frumsmíð þeirra, skapaðar og