Morgunn - 01.06.1957, Qupperneq 17
MORGUNN
11
hafði veitt því athygli, að þessi gamli félagi hans mælti
á óvenju vandaðri ensku. Aftur skildi leiðir þeirra, og
kunningsskapurinn ekki svo mikill, að þeir gerðu nokkr-
ar ráðstafanir til að halda sambandi sínu, er þeir kvöddust.
Árið 1920 frétti Soal, að Davis hefði fallið í stríðinu,
og hann virðist ekkert frekar hafa hugsað um hann.
Á fundunum með frú Blanohe Cooper átti dr. Soal enga
minnstu von á því, að Davis Gordon færi að gefa sig
_þar til kynna. En á einum fundanna, 4. janúar 1922, kom
framliðinn bróðir prófessorsins að sambandinu og sagði
m. a.: „Ég er hérna með mann, sem þú hefir þekkt“. Þá
fór önnur rödd að tala, og um hana segir dr. Soal:
„Skyndilega varð mér ljóst, að ég hafði heyrt þessa rödd
áður, en ég gat ekki komið því fyrir mig, hvers rödd
þetta gæti verið. Röddin sjálf var falleg og þjálfuð og
málfarið allt var vandað“. Þegar hann spurði, hver væri
að tala, svaraði röddin: „Manstu eftir Gordon Davis frá
R . . . R . . . Roch . . . “. Lengra komst röddin ekki, en
dr. Soal var nú ljóst, að þetta var tilraun til að nefna bæ-
inn Rochford, en þar hafði Davis átt heima, þegar hann
var drengur.
Nú þóttist dr. Soal þekkja röddina, og „andinn“ hélt
áfram: „Þetta er kynlegur heimur. Nú hef ég ekki áhyggj-
ur af neinu öðru en konunni minni og litla snáöanum“.
Dr. Soal lét uppi undrun sína með þessum orðum: „Er
þetta raunverulega þú, Gordon Davis? Ég hefi frétt að
þú sért dáinn . . . “.
Gordon Davis svaraði: „Það, sem til er af mér, er 'hér“.
Hann fullyrti ekkert um, að hann hefði fallið í stríðinu
og kallaði sig ekki dáinn mann.
Þegar hér var komið, hafði dr. Soal enn enga hugmynd
um, að Gordon Davis hefði verið giftur eða átt barn. Þeg-
-ar þeir hittust 1916 hafði ekkert slíkt borið á góma, og
Gordon Davis ekki með orði á það minnzt, að hann hefði
í hyggju að kvænast. En við nánari eftirgrennslan gekk
■dr. Soal úr skugga um, að hann hefði kvænst skömmu