Morgunn - 01.06.1957, Qupperneq 21
MORGUNN
15
kenninguna um að andar komi fram á miðilsfundum. Vér
erum öll andar nú þegar í jarölífi voru. Áreiðanlega eru
margar andaorðsendingar ekkert annað en þess konar
fjarhrifasamband, án þess viðkomandi andar hafi nokkra
vitneskju um það sjálfir. Miðillinn veit hins vegar ekk-
ert um, hvað undirvitund hans kann að hafast að. Þessi
tilgáta getur einnig gefið skýringu á því, þegar nöfn
frægra framliðinna manna koma fram í miðilssambandi.
Þar kann að vera um að ræða eitthvert ófullkomið fjar-
hrifasamband, sem þeir hafa sjálfir enga hugmynd um.
* * *
Hvernig á að skilja þetta?
Ég fæ ekki betur séð en að mörg vel og trúlega vottfest
dæmi séu þess, að hinn svonefndi astra-líkami mannsins
geti starfað fjarri jarðneska líkamanum og án þess mað-
urinn hafi nokkra vitneskju um það. Alkunn er hin ágæt-
lega athugaða og ágætlega vottfesta saga af ungfrú Sagée,
sem sra Haraldur kynnti hér á landi á sínum tíma. Sú
saga varð stúlkunni sjálfri mikil sorgarsaga, vegna þess
að eðlilega sætti stúlkan miklum misskilningi og jafnvel
ofsóknum. Ungfrú Sagée sat í herbergi sínu með handa-
vinnu sína, og þar voru aðrir viðstaddir, en samtímis sáu
aðrir hana á gangi í garðinum fyrir utan húsið. Sjálf
hafði hún enga hugmynd um þetta annað sjálf hennar,
eða astral-líkamann, og ferðalag hans, fyrr en henni var
sagt frá því. En ef slíkt undur er mögulegt, að maður-
inn geti verið á tveim stöðum samtímis, er þá ekki hugs-
anlegt, að astral-líkaminn geti gert vart við sig á miðils-
fundi?
I brezku spíritistablaði, Ps. News, er sagt frá athyglis-
verðu dæmi alveg nýlega. Frú nokkur, sem lengi hefir
haft áhuga fyrir spíritisma og sótt marga miðilsfundi,
fékk einkafund með miðlinum frú Doris Grenwell í Lon-
don. Meðan frúin var í bernsku höfðu orðið fullkomin vin-
slit milli móður hennar og móðursystur. Börnunum voru