Morgunn - 01.06.1957, Side 25
Landið fagra
(Draumur)
★
Nú á tímum er mikið rætt og ritað um væntanlegar
ferðir héðan frá jörðinni til annarra hnatta himingeims-
ins og þá fyrst og fremst innan sólkerfis vors. Að vísu
er langt síðan þessi hugmynd varð til, meðal skálda og
draumóramanna. En vart mun þá sömu menn hafa grun-
að, að málefni þetta yrði nokkurn tíma rætt í fullri al-
vöru, sem áform, er hrynda ætti í framkvæmd. Nú er þó
svo komið, að tæknimeistarar nútímans telja engan veg-
inn útilokað, heldur líklegt, að reglulegar geimferðir héð-
an til tunglsins og reikistjarnanna geti hafizt innan til-
tölulega skamms tíma. — Hvort svo verður eða ekki, mun
framtíðin leiða í ljós.
En hver sem endalokin kunna að verða á hugmynd þess-
ari er víst um það, að við eigum öll, mannanna börn, fyrir
höndum ferð til annars hnattar og sum ef til vill fyrr en
okkur grunar. Slíkar ferðir eru stöðugt farnar, nætur og
daga, og hefir svo verið frá morgni mannlífsins á þess-
ari jörð. Kynslóðir koma og kynslóðir fara, og þessi straum-
ur mun vissulega enn halda áfram um óralanga framtíð.
Að sjálfsögðu myndi okkur fýsa, ef við ættum þess kost
hér í lífi, að sjá með eigin augum þann bústað, sem okk-
ur mönnum er fyrirbúinn, þegar við flytjum brott héðan.
Slíkt er vitaskuld elcki unnt í vöku. En í faðmi svefnsins,
þegar draumarnir koma til sögunnar, skapast okkur mögu-
leikar til eins og annars, sem daglega lífið getur ekki veitt.
Þá er sem okkur opnist nýir heimar og við getum skyndi-
lega ferðast um frjáls og hindrunarlaus, hvert sem vera