Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Side 27

Morgunn - 01.06.1957, Side 27
MORGUNN 21 svíf upp á við, án þess að falla aftur til jarðar. Ég finn, að ég er orðinn fisléttur og óháður öllu þyngdarlögmáli. Ég berst nú skjótt upp á við, út í geiminn. Fyrir neð- an mig sé ég bæinn fjarlægjast óðum, sem og heimilis- fólkið áðurnefnda. Þykir mér það horfa á eftir mér og veifa til mín, eins og í kveðjuskyni. Og þá verður mér allt í einu ljóst, að ég eigi ekki afturkvæmt til jarðarinn- ar, en sé lagður af stað þaðan fyrir fullt og allt, og jafn- framt, að slíka ferð eigi allir fyrir höndum. Þessi upp- götvun hafði djúpstæð áhrif á mig og ég þykist kalla til hinna, sem eftir urðu, og segja: „Þið komið seinna“. Þetta ferðalag um geiminn kostaði mig alls enga á- reynslu. Það var sem ég bærist áfram með einhverju, ósýnilegu uppstreymi, er hefði mig algerlega á valdi sínu. Jafnframt var líðan mín svo dásamleg, að undrun sætti. Óumræðilegar sælutilfinningar gagntóku mig og umvöfðu. Þessar sælukenndir voru ólíkar öllu því, sem við þekkjum hér í heimi. Gleði okkar jarðarbúa er venjulega á ein- hvern hátt skuggum blandin, en þarna var um ekkert slíkt að ræða. Þetta var alsæla í orðsins eiginlegu merk- ingu. Brátt var ég kominn svo hátt, að ég sá jörðina aðeins óljóst fyrir neðan mig og loks hvarf hún með öllu. Féll ég þá um sama leyti í eitthvert óminnismók og vissi ógjörla, hverju fram fór um sinn. Það eitt fann ég og skynjaði, að ég sveif ávallt lengra og lengra út í endalausan geiminn. Þessu næst vakna ég til vitundar um það, að ég hefi fast land undir fótum. Og er ég litast um, sé ég, að ég er staddur neðan til í brekku einni, eigi brattri, en mjög víðáttumikilli. Heldur var brekka þessi ömurleg yfirlitum. Var hún mjög gróðursnauð, eins og örfoka melar, og líkt- ist þeim að öllu leyti. Dálítið ofar í brekkunni sé ég fólk á ferð og heldur það upp eftir henni. Þetta var fámennur hópur, en ekki voru þar menn þeir, sem ég sá í upphafi draumsins, og kann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.