Morgunn - 01.06.1957, Side 27
MORGUNN 21
svíf upp á við, án þess að falla aftur til jarðar. Ég finn,
að ég er orðinn fisléttur og óháður öllu þyngdarlögmáli.
Ég berst nú skjótt upp á við, út í geiminn. Fyrir neð-
an mig sé ég bæinn fjarlægjast óðum, sem og heimilis-
fólkið áðurnefnda. Þykir mér það horfa á eftir mér og
veifa til mín, eins og í kveðjuskyni. Og þá verður mér
allt í einu ljóst, að ég eigi ekki afturkvæmt til jarðarinn-
ar, en sé lagður af stað þaðan fyrir fullt og allt, og jafn-
framt, að slíka ferð eigi allir fyrir höndum. Þessi upp-
götvun hafði djúpstæð áhrif á mig og ég þykist kalla til
hinna, sem eftir urðu, og segja: „Þið komið seinna“.
Þetta ferðalag um geiminn kostaði mig alls enga á-
reynslu. Það var sem ég bærist áfram með einhverju,
ósýnilegu uppstreymi, er hefði mig algerlega á valdi sínu.
Jafnframt var líðan mín svo dásamleg, að undrun sætti.
Óumræðilegar sælutilfinningar gagntóku mig og umvöfðu.
Þessar sælukenndir voru ólíkar öllu því, sem við þekkjum
hér í heimi. Gleði okkar jarðarbúa er venjulega á ein-
hvern hátt skuggum blandin, en þarna var um ekkert
slíkt að ræða. Þetta var alsæla í orðsins eiginlegu merk-
ingu.
Brátt var ég kominn svo hátt, að ég sá jörðina aðeins
óljóst fyrir neðan mig og loks hvarf hún með öllu. Féll
ég þá um sama leyti í eitthvert óminnismók og vissi ógjörla,
hverju fram fór um sinn. Það eitt fann ég og skynjaði,
að ég sveif ávallt lengra og lengra út í endalausan geiminn.
Þessu næst vakna ég til vitundar um það, að ég hefi
fast land undir fótum. Og er ég litast um, sé ég, að ég er
staddur neðan til í brekku einni, eigi brattri, en mjög
víðáttumikilli. Heldur var brekka þessi ömurleg yfirlitum.
Var hún mjög gróðursnauð, eins og örfoka melar, og líkt-
ist þeim að öllu leyti.
Dálítið ofar í brekkunni sé ég fólk á ferð og heldur það
upp eftir henni. Þetta var fámennur hópur, en ekki voru
þar menn þeir, sem ég sá í upphafi draumsins, og kann-