Morgunn - 01.06.1957, Side 32
26
MORGUNN
Nú skulum vér snúa oss að erfiðleikunum, sem á því
eru, að skýra málið í heild sinni.
Fyrsta vandamálið, sem fyrir oss verður, er þetta: sjá-
endurnir hafa sagt oss frá, að þeir hafi séð og heyrt ver-
ur, sem áður lifðu á jörðunni. En ekki aðeins þær, held-
ur einnig verur, sem ekki verður sögulega sannað að hafi
nokkru sinni lifað, verið til, á jörðu.
Guðirnir eru raunverulegir
Ramakrishna hafði miklar mætur á lærisveini sínum,
Rakhal, sem síðar var hinn víðkunni spekingur Swami
Brahmananda. Árið 1944 gaf Swami Prhananda út ævi-
sögu Brahmananda (The Eternal Companion), og segir
þar frá því, er hann hjúkraði sjúkum manni, sem barð-
ist eina nóttina við miklar þjáningar. Hann segir sjálf-
ur þannig frá: „Ég vissi ekki, hvernig ég ætti að hjálpa
honum, svo að ég fór að syngja nafn Drottins og biðja
um að þjáningar hins sjúka manns yrðu mýktar. Eftir
að ég hafði flutt einlægar bænir frá eigin brjósti um
stund, seig á mig léttur höfgi. Skyndilega sá ég, að
fyrir framan mig stóð ung stúlka, á að gizka 12 ára
gömul, fögur eins og gyðja. Ég spurði: Móðir, mun þess-
um manni batna? Hún hneigði höfuð til samþykkis og
sagði: Já. Sýnin hvarf. Á næsta degi hófst bati hins
sjúka mannsV
Brahmananda segir, að unga stúlkan í sýninni hafi ver-
ið gyðjan Kali.
Þegar svo bar við, að Brahmananda sjálfur veiktist,
varð Ramakrishna ákaflega hryggur, og um þetta segir
hann: „Ég bað ákaft til hinnar guðlegu móður (Kali),
og hún svaraði mér, að ég hefði enga ástæðu til að ótt-
ast. f ýmsum musterum, sem Brahmananda heimsótti, sá
hann í dulsýn guðina, sem þar voru dýrkaðir. Og þegar
lærisveinar hans spurðu hann, hvort þessir guðir væru
raunverulegir, svaraði hann: „Guðdómurinn tekur á sig