Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 42

Morgunn - 01.06.1957, Page 42
36 MORGUNN fjarhrif — sem líkja má við þráðlaust símasamband — einnig átt sér stað frá látnum mönnum, yfir haf dauð- ans, eins og Marconi-skeytin berast nú yfir Atlantshafið ? Þessu vil ég svara með því að segja frá eigin reynslu minni. Ég átti tvær vinkonur, sem voru nánar eins og systur. Eins og ýmsir aðrir hafa gert, bundust þær fast- mælum um, að hvor þeirra, sem fyrr dæi, skyldi birtast hinni, og gefa henni þannig sýnilega sönnun fyrir raun- veruleik heimsins hinum megin grafar. Önnur þeirra, sem hét að skírnarnafni Júlía, andaðist í Boston, skömmu eft- ir að þær höfðu gjört þetta samkomulag með sér. Fáein- um vikum eftir að Júlía dó, vakti hún vinkonu sína, sem var í Chicago, af svefni, og birtist henni, ljómandi af gleði, við rúmið hennar. Eftir að hún hafði staðið þar þögul í nokkrar mínútur, leystist hún upp í einhvers kon- ar ljósmistur, sem var kyrrt í herberginu í hálfa klukku- stund. Nokkurum mánuðum síðar kom þessi vinkona Júlíu sáluðu til Englands. Hún og ég dvöldumst í Eastnor- kastala í Vestur-Englandi, þegar Júlía birtist vinkonu sinni í annað sinn. Vinkonan var þá ekki farin að sofa. Hún var glaðvakandi, þegar hún sá Júlíu eins greinilega og nokkuð annað verður séð. Enn gat hún ekki talað, og enn leystist mynd hennar aftur upp. Vinkonan sagði mér frá þessari síðari heimsókn Júlíu og spurði mig, hvort ég myndi geta náð nokkuru sam- bandi við hana. Eg kvaðst mundu reyna það. Fyrir morg- unverð næsta morgun var ég í herbergi mínu og hönd mín ritaði skiljanlega, stutta en ákveðna orðsendingu. Ég bað um sönnun þess, hver væri að rita með hendi minni. Hönd mín ritaði: „Segðu henni að minnast þess, sem ég sagði, þegar við komum síðast saman til Mínervu". Mér fannst ekki vera neitt vit í þessu, en þá skrifaðist, að vin- konan myndi skilja þetta. Mér fannst þetta vera svo mikil fjarstæða, að um skeið neitaði ég að koma orðsendingunni á framfæri við vinkonuna. Eg gerði það samt að lokum, og óðara sagði vinkonan: „Er það satt? Skrifaði hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.