Morgunn - 01.06.1957, Page 45
MORGUNN
39
nálægur stúlkunni. Ég sagði engum frá þessari orðsend-
ingu að sinni og hélt stúlkunni í vinnu hjá mér. Ég held
það hafi verið 15. eða 16. janúar, að þessi aðvörun kom
til mín.
Aðvörunin var endurtekin í febrúar, marz, apríl, maí
og júní, og alltaf var henni eins og bætt við annað og
lengra mál, sem var verið að skrifa: „Mundu að E. M.
fer af ykkar heimi áður en árið er liðið“. I júlímánuði
gleypti E. M. af vangá nagla. Hann festist í svo slæmum
stað í líkama hennar, að hún varð hættulega veik. Tveir
læknar stunduðu hana og þeir bjuggust ekki við að henni
myndi batna. Þegar Júlía var nú að skrifa með hendi minni
sagði ég: „Ég geri ráð fyrir, að þetta hafir þú séð fyr-
ir, þegar þú sagðir mér að E. M. myndi deyja“. Undrun
mín varð mikil, þegar óðara skrifaðist með hendi minni:
„Nei, henni batnar þetta. En samt sem áður deyr hún
áður en árið er liðið“. Læknunum til mikillar undrunar
fór svo, að E. M. batnaði þetta skyndilega, og hún kom
aftur að vinnu sinni hjá mér. í ágúst, september, október
og nóvember komu með hendi minni aðvaranir um, að
dauði E. M. væri að nálgast. 1 desember veiktist hún af
inflúenzu. „Það var þá þetta, sem þú sást fyrir“, sagði
ég við Júlíu. Enn átti ég að verða fyrir mikilli undrun,
því að nú skrifaði Júlía með hendi minni: „Nei, því að
hún deyr ekki eðlilegum dauða. En hún mun koma hing-
að áður en árið er liðið“. Við þetta brá mér mikið, en mér
var sagt, að ég gæti ekkert gert til þess að koma í veg
fyrir dauða hennar. Nú komu jólin og E. M. var mikið
veik. En gamla árið leið og enn var E. M. á lífi. Þá sagði
ég við Júlíu: „Nú sérðu, að þú hafðir rangt fyrir þér“.
Júlía svaraði: „Það kann að skakka nokkrum dögum, en
það, sem ég sagði, er rétt“.
Um 10. janúar ritaði Júlía: „Þú ætlar að fara að heim-
sækja E. M. á morgun. Þá skaltu kveðja hana og gera
nauðsynlegar ráðstafanir. Þú munt ekki sjá hana oftar á
jörðunni“. Ég fór og 'heimsótti E. M. Hún var með sótt-