Morgunn - 01.06.1957, Page 55
MORGUNN
49
nokkru leyti það, er draumkona mín í andaheiminum
hafði sagt mér, meðan ég var utan við jarðneskan líkama
minn.
Lokaþáttur reynslu Mr. Cole er og næsta athyglisverð-
ur. Nokkrum mánuðum eftir þetta skrapp hann til Eng-
lands og fékk þá fund hjá hinum alkunna listamanni Mr.
Frank Leah, sem einnig er búinn ágætum skyggnihæfileik-
um. Meðan á fundinum stóð, teiknaði Leah mynd af einni
þeirri andaveru, sem hann hafði séð, afhenti Mr. Cole
hana og kvað hana vera mynd af andlegri leiðsöguveru
hans. Þegar Cole sá myndina, kvað hann hana vera mjög
líka konu þeirri í nunnubúningnum, sem áður hefur verið
minnzt á.
Einar Loftsson þýddi.
★
Vísindi — Opinberun
Geysilega afdrifaríkt hlyti það að verða, ef oss tækist að skapa
ný vísindi, — opinberun, sem væri grundvölluð á óhagganlegum
undirstöðum skýlausrar reynslu, reynslu, sem fengi oss í hendur
ómótmælanlegar sannanir fyrir framhaldslífi, og sannanir jafn-
framt fyrir því, að réttlætið í tilverunni er ekki innantómt orða-
gjálfur, heldur bjargfastur veruleiki, sem vér stöndum augliti til
auglitis við, þegar vér erum komin yfir í andaheiminn. Spíritisminn
býður oss þessa opinberun. — Leon Denis.
4