Morgunn - 01.06.1957, Síða 66
60
MORGUNN
heldur hið yfirnáttúrlega ljós Guðs náðar, innsta eðli
sjálfs Guðs, sem tekur sér bústað í oss. Fyrir þetta Ijós
er öllum boðið 'hjálpræðið, bæði þeim, sem þekkja hinn
sögulega Jesúm Krist og þeim, sem þekkja ekki sögu
hans. Biblían er ágætasta bók heimsins, en hún er aðeins
útlistun á hinni guðlegu uppsprettu, ekki uppsprettan
sjálf“.
Guðfræði hins innra ljóss hefir fram til þessa dags gef-
ið kvekurunum takmarkalausa víðsýni og hæfileika til að
skilja hinn ekki-kristna heim.
Á upplýsingartímabilinu héldu menn áfram og gengu
jafnvel feti framar í þeirri virðingu fyrir trúarbrögðun-
um utan kristindómsins, sem fornmenntavinirnir og spíri-
túalistarnir höfðu haldið á lofti, og enn kom þeim lið frá
encyclopedistunum frönsku, deistunum ensku, skynsemi-
stefnunni þýzku og heimspekingnum Spinoza, d. 1677.
Jafnhliða varð þeim mönnum þyngri róðurinn, sem vildu
einangra kristindóminn og slíta hann úr tengslum við
önnur trúarbrögð. Allar þessar stefnur héldu fram því,
að eining væri að baki allra trúarbragða, að til grund-
vallar þeim öllum lægi ein skynsamleg, náttúrleg trú.
Rousseau hélt fram því, að krafa hinna ýmislegu, opin-
beruðu trúarbragða til þess að þau ein, hvort um sig,
byggju yfir -sannleikanum, væri reist á mannlegum vitn-
isburði einum og sögusögnum. Hina gömlu hugmynd
Ágústínusar kirkjuföður og Abelards, að kristindómurinn
sé í rauninni jafn gamall veröldinni, rekum vér oss þrá-
sinnis á hjá rithöfundum upplýsingarstefnunnar. Leibnitz
og aðrir halda því fram, að Kristur hafi aðeins fullkomn-
að hina náttúrlegu trú, sem löngu hafi verið til fyrir
daga hans. Lessing tók aftur á móti upp þá fornu kenn-
ingu feðranna, að í heimi trúarbragðanna væri um stig-
ræna þróun að ræða, og þróun, sem engan veginn væri
lokið með komu kristindómsins í heiminn. Á dánarbeði
sínum vildi hann gefa þá yfirlýsing til allra manna, að
hann teldi sig ekki heyra til neinum sérstökum hinna ríkj-