Morgunn - 01.06.1957, Side 94
88
MORGUNN
Þá var stafað: „Ég er vansæl kona. Biðjið fyrir mér. 1
gærdag dó ég í sjúkrahúsi. I fyrradag tók ég inn eitur,
eldspýtnabrennistein".
„Hvers vegna tókstu inn eitrið?“
„Það vil ég ekki segja. Ég segi ekkert meira“.
Tilraunafólkið gaf út yfirlýsingu um, að því hefði verið
gersamlega ókunnugt um þessa konu og þekkti ekki einu
sinni nafn hennar. Og borgarlæknirinn, sem var einn til-
raunamanna, skrifar á þessa leið:
„Á fundi, sem haldinn var í heimili Nartzeffs 18. nóv.
1887, fengum við orðsending frá vitsmunaveru, sem nefndi
sig Anastasie Pereliguine. Hún bað okkur að biðja fyrir
sér, kvaðst hafa tekið inn eitur, eldspítnabrennistein, og
andast 17. nóvember s. á. f fyrstu vildi ég ekki leggja
trúnað á þetta, því að lögreglan á að tilkynna sér, sem
borgarlækni, óðara um öll sjálfsmorð. En Pereliguine bætti
raunar við, að hún hefði dáið í sjúkrahúsi, og í Tambof
er aðeins eitt sjúkrahús, sem stendur ekki beint undir minni
stjórn, svo að læknarnir þar geta snúið sér beint til lög-
reglunnar, án milligöngu minnar, þess vegna skrifaði ég
nú stéttarbróður mínum, dr. Sundblatt, yfirlækni sjúkra-
hússins. Ég sagði honum ekkert um neinar aðstæður, en
bað hann að láta mig vita, hvort nokkurt sjálfsmorðstil-
felli hefði nýlega komið fyrir 'hjá honum, og ef svo væri,
þá bæði ég hann að skrifa mér nafn og aðrar aðstæður".
Bréf Sundblatts sj úkrahússlæknis, dags. 19. nóv. 1887,
er á þessa leið:
„Kæri stéttarbróðir, 16. þ. m. var ég að störfum í sjúkra-
húsinu og þann dag var komið með tvo sjúklinga, sem báð-
ir höfðu tekið inn brennistein. Hinn fyrri var Vera Koso-
vitch . . . hinn síðari var starfsstúlka í geðsjúkdómadeild-
inni í sjúkrahúsinu, að nafni Anastasie Pereliguine, 17
ára gömul, lögð inn kl. 10 síðdegis . . . hún andaðist kl. 1
síðdegis 17. þ. m. . . . “. Þýtt úr Light.