Morgunn - 01.12.1966, Síða 3
Sveinn Víkingur:
Lífið
☆
Stærsta undur þessarar jarðar er lífið. Fjölbreytni þess
og fegurð birtist í óteljandi myndum. örlæti þess á dýrar
gjafir á sér engin takmörk. Bruðlunarsemi þess er meiri en
nokkur orð fá lýst, grózkumáttur þess á sér engan líka. Að
vísu á það stöðugt í vök að verjast, og hættur steðja að því
hvaðanæva. Það á í eilífri baráttu við þúsund erfiðleika og
það ægivald, sem við nefnum dauða, og í fangbrögðum við
hann virðist það jafnan bíða ósigur að lokum, en úrslitasig-
urinn er þess eigi að síður, þegar á heildina er litið. Og það
býr yfir undursamlegum hæfileika til þess að lækna og
græða sín eigin sár.
Enginn dauðlegur maður veit um upphaf lífsins eða getur
skýrt uppruna þess eða eðli til nokkurrar hlítar. Og engan
getur heldur órað fyrir þeirri fjölbreytni og fegurð, þroska
og fullkomnun, sem það kann að eiga í vændum. Það virðist
eiga upptök sín í leyndum og í myrkri moldar eða móður-
skauts, en það stefnir til ljóssins og vex í áttina til himinsins.
Enginn maður veit um aldur þessarar jarðar, sem við
byggjum, né heldur um það, hvaðan lífið er hingað komið,
eða hvenær það hóf hér sína fyrstu göngu í sinni frumstæð-
ustu mynd. Enginn getur skýrt með hverjum hætti það
mikla undur skeði, að lifið sameinaðist hinu lifvana efni
með þeim afleiðingum, að það öðlaðist hæfileikann til þess
að vaxa, taka til sín næringu, auka kyn sitt og þróast smátt
og smátt til þeirrar óendanlegu fjölbreytni, sem nú blasir
við augum okkar. En víst er það, að jörðin hefur verið óra-
lengi að búa sig undir það að ala hið fyrsta líf. Jarðfræð-
ingar og stjörnufræðingar geta sér þess til, að jörðin sé að
6