Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Side 5

Morgunn - 01.12.1966, Side 5
MORGUNN 83 kemur ekki til sögunnar fyrr en þróun lífsins er lengra á veg komin, og hinar einstöku frumur teknar að mynda sam- félög eða líkami, þar sem einstakir frumuhópar taka að gegna sérstökum störfum í þágu heildarinnar. Þannig verða hin ólíku líffæri og síðan skynfærin til. Lengi virðist þróunin stefna að því meginmarkmiði að gera líkama hverrar lífveru sem hæfast tæki í baráttunni fyrir lífinu og tryggja hann gegn hættum umhverfisins og árásum annarra lífvera. Og blindar eðlishvatir vísa leið til viðhalds tegundanna og verndar afkvæmanna. Hins vegar er fátt í fari dýranna, sem vott ber verulegrar hugsunar, enda þótt hennar verði óneitanlega vart hjá hinum æðri dýrategundum. Slíkum dýrum má að vísu kenna hitt og annað, en það er fremur eftiröpun en ávöxtur frjálsrar hugsunar. Það er fyrst með tilkomu hins viti gædda og hugsandi manns, að hin miklu straumhvörf verða i þróunarsögunni. Áður hafði þróunin beinzt að því að samhæfa lífverurnar umhverfi sínu og umskapa líkami þeirra í sem bezt sam- ræmi við þau lífsskilyrði, sem þær áttu við að búa. Þannig þróuðust blóm vallarins, fiskar hafsins, dýr merkurinnar og fuglar himinsins. Maðurinn aftur á móti tekur smátt og smátt með vexti vitsmuna sinna og hjálp þeirra tækja, sem hann smíðar sér, að breyta sjálfu umhverfinu, laga það eftir sjálfum sér og taka önnur dýr og síðar náttúruöflin að meira og meira leyti í sína þjónustu. Þannig verður hann ekki aðeins herra jarðarinnar, heldur og sá, sem þróun sinni og stefnu ræður í vaxandi mæli og ber þá líka jafnframt vaxandi ábyrgð á henni. En um leið og maðurinn hættir að vera umhverfi sínu háður á sama hátt og dýrið, er honum ekki lengur jafn brýn þörf á að aðlaga líkama sinn hinu náttúrlega umhverfi. Hann smíðar sér áhöld og tæki, býr sér til fatnað og bygg- ir sér hús, tekur eldinn í þjónustu sína o. s. frv. Hann eign- ast heimili, tengir varanleg fjölskyldu- og ættarbönd og síðar stærri samfélög eða ríki. Og með tilkomu málsins, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.