Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 5
MORGUNN
83
kemur ekki til sögunnar fyrr en þróun lífsins er lengra á
veg komin, og hinar einstöku frumur teknar að mynda sam-
félög eða líkami, þar sem einstakir frumuhópar taka að
gegna sérstökum störfum í þágu heildarinnar. Þannig verða
hin ólíku líffæri og síðan skynfærin til.
Lengi virðist þróunin stefna að því meginmarkmiði að
gera líkama hverrar lífveru sem hæfast tæki í baráttunni
fyrir lífinu og tryggja hann gegn hættum umhverfisins og
árásum annarra lífvera. Og blindar eðlishvatir vísa leið til
viðhalds tegundanna og verndar afkvæmanna. Hins vegar
er fátt í fari dýranna, sem vott ber verulegrar hugsunar,
enda þótt hennar verði óneitanlega vart hjá hinum æðri
dýrategundum. Slíkum dýrum má að vísu kenna hitt og
annað, en það er fremur eftiröpun en ávöxtur frjálsrar
hugsunar.
Það er fyrst með tilkomu hins viti gædda og hugsandi
manns, að hin miklu straumhvörf verða i þróunarsögunni.
Áður hafði þróunin beinzt að því að samhæfa lífverurnar
umhverfi sínu og umskapa líkami þeirra í sem bezt sam-
ræmi við þau lífsskilyrði, sem þær áttu við að búa. Þannig
þróuðust blóm vallarins, fiskar hafsins, dýr merkurinnar og
fuglar himinsins. Maðurinn aftur á móti tekur smátt og
smátt með vexti vitsmuna sinna og hjálp þeirra tækja, sem
hann smíðar sér, að breyta sjálfu umhverfinu, laga það eftir
sjálfum sér og taka önnur dýr og síðar náttúruöflin að
meira og meira leyti í sína þjónustu. Þannig verður hann
ekki aðeins herra jarðarinnar, heldur og sá, sem þróun sinni
og stefnu ræður í vaxandi mæli og ber þá líka jafnframt
vaxandi ábyrgð á henni.
En um leið og maðurinn hættir að vera umhverfi sínu
háður á sama hátt og dýrið, er honum ekki lengur jafn brýn
þörf á að aðlaga líkama sinn hinu náttúrlega umhverfi.
Hann smíðar sér áhöld og tæki, býr sér til fatnað og bygg-
ir sér hús, tekur eldinn í þjónustu sína o. s. frv. Hann eign-
ast heimili, tengir varanleg fjölskyldu- og ættarbönd og
síðar stærri samfélög eða ríki. Og með tilkomu málsins, og