Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Síða 12

Morgunn - 01.12.1966, Síða 12
90 MORGUNN hvað sem því veldur. Og hér hafa verið og eru enn bæði menn og konur, sem átt hafa miðilshæfileika í mjög ríkum mæli. Sálarrannsóknafélag okkar hefur bæði beint og óbeint unnið að því að þjálfa miðilsgáfu margs þess háttar fólks. Það hefur reynt að beita sér fyrir rannsóknum á dulrænum fyrirbærum, og til áhrifa þess má rekja margar þeirra bóka, sem ritaðar hafa verið um íslenzka miðla og um sálarrann- sóknirnar yfirleitt. Það hefur gefið út tímaritið Morgunn um nærfellt 50 ára skeið, og þann veg kynnt þessi málefni fyrir fjölda fólks. Það hefur að vísu verið áhugamannafélag fremur en vísindalegt rannsóknarfélag. En það hefur safnað og varðveitt frá glötun fjölda merkra frásagna um dulræn fyrirbæri og mun væntanlega halda því starfi áfram. Og það hefur á þeirri tæpri hálfu öld, sem það hefur starfað, breytt hugsunarhætti þjóðarinnar og viðhorfi til eilífðar- málanna miklu meira en nokkurt annað félag hér á landi. Á síðustu áratugum hefur orðið veruleg breyting bæði á rannsóknarefni og rannsóknaraðferðum á þessum sviðum. Rannsóknirnar hafa meira en áður beinzt að þeim dulhæfi- leikum yfirleitt, sem mannssálin býr yfir. Og þessar rann- sóknir eru æ meir að færast inn fyrir veggi háskólanna, þar sem hinir lærðustu fræðimenn leggja stund á þær af kappi, og er þar hvorki til sparað fjármagn né hin fullkomnustu tæki. Má segja, að ný vísindagrein hafi skotið upp kollin- um, sem áður hafði tiltölulega lítill gaumur verið gefinn innan vébanda háskólanna. Á ég þar við dulsálarfræðina eða parapsychologiuna. Þessi fræðigrein f jallar ekki um það sérstaklega, að minnsta kosti ekki að svo stöddu, að leita beinna sannana fyrir framhaldi lífs eftir dauðann og sam- bandi við hina látnu, enda þótt segja megi, að þar sé náið nef augum. Einkum er að því unnið, að rannsaka dulhæfi- leika sálarinnar, sem fyrir hendi eru hjá lifandi fólki, sam- band sálar og líkama, og hvernig þetta verkar hvort á ann- að á víxl. Reynt er að kanna þau duldu öfl, sem í sálinni búa, og það, að hve miklu leyti þau geta starfað sjálfstætt, óháð líkamanum eða utan við hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.