Morgunn - 01.12.1966, Qupperneq 31
MORGUNN
109
hún á vinnustúlku sína og bað hana að ná í lögregluþjón,
sem stæði á verði þar á einu götuhorninu. Þegar hann kom
inn, bað hún hann að fara í götu, sem hún til tók, og var
alllangt í burtu. Þar mundi hann mæta konu með lítinn
hund í fanginu, og skyldi hann taka af henni hundinn, því
að hann væri sín eign. Lögregluþjónninn fór, hitti konuna
og tók af henni hundinn. Reyndist allt rétt, að þetta var
hundurinn, sem dáleidda konan hafði tapað.
Sumir lærisveinar Mesmers notuðu fjarskyggnigáfu dá-
leiddra manna til þess að greina sjúkdóma. Enn fremur
voru gerðar tilraunir til þess að láta menn fara úr líkam-
anum í dásvefni. Enski eðlisfræðingurinn Sir William Bar-
rett, sænski læknirinn Alfred Backman og margir fleiri hafa
sagt frá því, að þeim hafi tekizt að láta dásvæfða menn færa
sér áreiðanlegar fréttir af því, sem var að gerast á f jarlæg-
um stöðum og lýsa því, sem þar bar fyrir þá, og síðar var
unnt að staðfesta, að væri rétt. Og þar sem enginn viðstadd-
ur hafði neina hugmynd um það, sem þarna var sagt frá,
var þetta talið vera f jarskyggni, en ekki hugsanaflutningur
eða fjarhrif.
Aðrar tilraunir voru einnig gerðar til þess að sanna f jar-
skyggni dáleiddra manna. Prófessor Richet dró eitt spil af
handahófi úr stokk, stakk því í umslag og bað síðan hina
dásvæfðu stúlku, Leonie, að segja sér, hvaða spil þetta væri.
Sannfærðist Richet um það við margendurteknar tilraunir,
að Leonie gat í dásvefninum sagt rétt til um spilið í umslag-
inu, þótt hvorki hann né nokkur annar hefði hugmynd um
hvaða spil það var, sem sett hafði verið í umslagið hverju
sinni.
En fljótt fór svo, að fjarskyggnin var slitin úr öllum
tengslum við dáleiðslu. Þau tengsl voru tilviljun ein. Þegar
fram liðu stundir var tekið að skýra frá vel heppnuðum til-
raunum varðandi fjarskyggni, þar sem glaðvakandi fólk
átti í hiut. Slíkar tilraunir gerðu meðal annara Naum Katik