Morgunn - 01.12.1966, Síða 34
112
MORGUNN
þeim, sem einkum höfðu áhuga á óvenjulegu og sérkennilegu
hugarstarfi, fannst fjarhrifin vera merkilegri og meira af
þeim að vænta.
Þegar við hófum rannsóknir okkar i Duke háskólanum
árið 1930, höfðum við nokkurn veginn jafnan áhuga bæði á
fjarhrifum og fjarskyggni. En fljótlega fór það jafnvægi úr
skorðum. Bráðlega fékk fjarskyggnin yfirhöndina í rann-
sóknum okkar, og hélzt svo eftir það. Og þegar fyrsta
skýrslan um rannsóknir okkar kom út árið 1934, sýndi hún,
að miklu meira starfi hafði verið varið til rannsókna á fjar-
skyggni en fjarhrifum. Og á næstu árunum, eftir að aðrar
stofnanir tóku upp sömu rannsóknaraðferðir og hafnar
höfðu verið í Duke háskólanum, urðu einnig þar fjar-
skyggnirannsóknirnar í fyrirrúmi.
Fjarskyggnitilraunirnar í Duke háskólanum var reynt að
hafa svo einfaldar sem unnt var. Bezt reyndist að nota spil
við tilraunirnar. Við létum í því skyni búa til sérstök spil,
25 að tölu. Aðalmyndin var hin sama á hverjum 5 spilum,
en þær voru þessar: stjarna, rétthyrningur, kross, hringur
og öldulína.
Tilraunirnar fóru oftast fram með þessum hætti: Byrjað
var á að sýna þeim, sem tilraunin var framin á, spilin, og
segja honum í hverju tilraunin væri fólgin. Síðan voru spil-
in stokkuð vandlega, og stokknum hvolft á borðið, en við
annan enda þess sat sá, sem reyna átti, en sá, sem tilraun-
ina framdi, við hinn. Þessu næst var reyndur spurður að
því, hvaða mynd væri á efsta spilinu. Svar hans var skráð,
spilið lagt til hliðar, án þess að nokkur liti á það. Þannig
var haldið áfram með öll 25 spilin í stokknum. Síðan voru
bornar saman myndirnar á spilunum í réttri röð og svör
þau, sem reyndur hafði gefið. Kom þá í ljós hve oft hann
hafði getið rétt.
Ef hending ein réði svörunum um þessi 25 spil, áttu 5 að
vera rétt. Við athugun og flokkun svaranna voru notaðar