Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Side 38

Morgunn - 01.12.1966, Side 38
116 MORGUNN Hér lýkur þýðingu minni á hinni merku grein prófessors Rhine um rannsóknir á fjarskyggnigáfunni, og um þær til- raunir, sem framkvæmdar voru í þá átt við Duke háskól- ann á árabilinu 1930-1939. Hið takmarkaða rúm í Morgni leyfir mér ekki að birta þýðingu á ritgerð hans í heild. En í síðari hluta greinarinnar segir prófessorinn frá hlið- stæðum tilraunum, sem aðrir vísindamenn hafa gert, og árangur þeirra orðið mjög góður. Einstaka tilraunir hafa að vísu sýnt lítinn sem engan árangur, en til þess segir hann liggja ýmsar skiljanlegar ástæður. Niðurstaða hans er sú, að þessar tilraunir yfirleitt hafi orðið til þess, að styrkja mjög þá skoðun, að fjarskyggni- hæfileikinn sé staðreynd, sem ekki verði fram hjá gengið. Ennfremur ræðir hann um þá spurningu, hvort sam- band muni vera á milli fjarhrifa (telepathy) og fjarskyggni (clairvoyance), og kemst að þeirri niðurstöðu, að svo muni vera. Hann segir, að lengi vel hafi tilraunir um fjarhrif verið mjög gallaðar, vegna þess, að ekki var unnt að ráða af þeim, hvort þar væri heldur um fjarhrif eða fjarskyggni að ræða. Þessar tilraunir endurbætti dr. Rhine þannig, að nú er auðvelt að greina þar í milli. Til þess að reyna að ganga úr skugga um það, hvort fjarhrifagáfan og fjarskyggnigáfan væru tveir sjálfstæðir hæfileikar hjá sama einstaklingnum, eða hvort þær rynnu þar nokkurn veginn saman í eitt, gerði Margaret Pegram mjög athyglisverðar tilraunir með nokkur börn. Hún reyndi fyrst fjarhrifagáfu þeirra hvers um sig, síðan fjarskyggni- gáfuna, og loks lét hún þau ganga undir próf, þar sem jafnt reyndi á báðar þessar gáfur. Ef fjarskyggnigáfa þessara barna og fjarhrifagáfa þeirra væru sitt hvað og hvor annari óháðar, hefði hin síðast nefnda tilraun átt að sýna tvöfalt fleiri rétt svör en hinar hver um sig. Ef barnið gat t. d. gefið 7 rétt svör af 25 á fjarskyggniprófinu og 8 rétt á fjar- hrifaprófinu, hefðu hin réttu svör þess átt að vera 15 á þeirri tilraun, þar sem hvort tveggja þetta var prófað samtímis. Niðurstaða þessara tilrauna varð þó öll önnur. Hvert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.