Morgunn - 01.12.1966, Side 41
MORGUNN
119
um dögum seinna. Hafi hún þá byrjað að segja honum
draum sinn, en hann fljótlega gripið fram í fyrir henni og
sagt henni sinn draum fyrst, sem í rauninni var sami
draumurinn.
Dr. Hodgson, sem var kunnur fyrir sálarrannsóknir, barst
þetta til eyrna og skrifaði þegar kvenlækninum Gleason.
Sannaðist þá, að hún hafði skráð drauminn í vasabók sina
þegar morguninn eftir, og áður en hún hafði haft samband
við Jaslyn og vissi nokkuð um, hvað hann hafði dreymt
þessa sömu nótt.
2. Tvö dreymir í senn sama samtalið.
1 júlímánuði 1887 dreymdi hjón nokkur sama drauminn
sömu nóttina. Þau þóttust vera á gangi í Richmond Park
og hitta þar vin sinn J. að nafni. Þóttust þau vera að ræða
um veizlu, er frú R. ætlaði að halda, og vandræðast yfir því,
hvernig þau ættu að komast heim þaðan. Þótti þeim þá J.
segja: ,,Ég skal sjá um það.“
Það eina, sem í milli bar í draumum þeirra var það, að
maðurinn þóttist þegar hafa fengið boðsbréfið til veizlunn-
ar, en konan ekki, en taldi sig þó eiga vissa von á því. Enn-
fremur var draumur konunnar að því leyti fyllri, að henni
fannst hún sjá auglýsingu um veizluna festa þar á tré, og
að hún sá vagninn koma, þegar eftir að J. hafði slegið staf
sínum í grasið.
Hjónin gáfu skriflega skýrslu um þennan draum, sem
bæði undirrituðu.
3. Draumarnir um morðið, sem aldrei var framið.
Hér dreymir þrjá menn samtímis sama atburðinn, og
koma þar allir meira og minna við sögu. Sá þeirra, sem
dreymdi, að hann væri myrtur, var Henry Armitt Brown, er
síðar varð lögfræðingur og afburðamaður í þeirri grein.
Frásögnina hefur hann sjálfur skráð í bréfi dagsettu 3.
maí 1869. Fer hún hér á eftir: