Morgunn - 01.12.1966, Page 52
130
MORGUNN
sínum, og segir: „Það er hákarl við vaðinn þinn, Gísli.“ —
„Ekki finn ég það,“ svarar Gísli. Þá tekur Þorleifur við vaðn-
um, og kom þegar hákarl á krókinn.
Einu sinni reru þeir Þorleifur til fiskjar á Höskuldseyjar-
mið. Þegar þangað kom, litur Þorleifur út fyrir borðstokk-
inn og segir: „Fiskurinn er farinn héðan. Róið þið betur á
landið.“ Þetta gera þeir, og renna ekki fyrr en Þorleifur
segir til. Þeir hlóðu skipið.
öðru skipti voru þeir á flyðruveiðum á sömu slóðum. Veiði
var lítil, kalsaveður, og voru hásetar orðnir óþolinmóðir og
vildu fara heim. Þá segir Þorleifur og horfir út fyrir borð-
stokkinn: „Hér eru þrjár flyðrur enn. Þær liggja undir stór-
um steini. Ekki fer ég, fyrr en við erum búnir að ná í þær.“
Doka þeir við um stund og draga þrjár flyðrur.
„Nú liggur Kristín systir þín á sæng.“
Dag nokkurn segir Þorleifur við konu sína upp úr þögn:
„Nú liggur Kristín systir þín á sæng.“ Kristín var yfirsetu-
kona og átti heima í Skógarnesi. „Sérðu það?“ spyr konan.
„Nei, en ég sé, að konan á Hjarðarfelli er að deyja af barns-
förnum. Kristín er ekki hjá henni. Það er víst af því, að hún
liggur á sæng sjálf.“
Hvort tveggja stóð þetta heima.
Krummi segir mannslát.
Vorið 1875 var hlaðið upp leiði í kirkjugarðinum í Bjarn-
arhöfn. Var þar að verki Jónatan Þorsteinsson, er síðar átti
heima að Víghálsstöðum á Fellsströnd. Hrafn kom fljúgandi,
settist á kirkjuburstina og krunkaði ákaft. Þorleifur var
þarna viðstaddur og segir: „Þú ert þá að segja þetta, karl-
inn.“ — „Hvað er hann að segja?“ spyr Jónatan. — „Hann
segir, að Jón á Ámýrum sé dáinn,“ svarar Þorleifur. Sama
dag kom maður frá Ámýrum og sagði lát Jóns.