Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Page 61

Morgunn - 01.12.1966, Page 61
MORGUNN 139 Síðdegis var farið í feluleik. Enginn mátti skerast úr leik, jafnvel ekki prestsfrúin. Tvennt átti að leita, hin að hlaupa í felur. Er merki var gefið, þaut hópurinn eins og kólfum væri skotið og með hlátrum og sköllum á afvikna staði. Víða var hægt að felast. Hlaðan var hálffull af heyi. Svo voru útihús, eins og t. d. smiðja, bakarastofa, hænsnahús, hesthús og f jós, og að sjálfsögðu íbúðarhúsið, með öllum sínum rangölum og skotum. Sem sagt, allur skarinn var horfinn, eins og jörðin hefði gleypt þau, þegar hin tvö tóku að leita. Smátt og smátt voru feluormarnir dregnir fram úr fylgsnum sínum, að við- höfðum ópum og ólátum, presturinn með hey í hárinu, frúin úr kornbingnum; einn stúdentanna hafði skriðið undir hlöðu- gólfið og varð að toga hann þaðan á fótunum; einn kúrði undir brunnlokinu og mátti vísa á sig sjálfur . . . Loks voru allir fundnir, að ætlað var, og skarinn þrammaði inn í eldhús, þar sem vinnufólkið beið. Gengu nú allir til borðs, að éta rjómagrautinn. Þá hófst stúdentinn orða: — Hvar er Anetta? Já, hvar var Anetta? 1 öllum gauraganginum gættu þau eigi talsins á leikfólkinu. Líklega kæmi hún þó bráðum. Ein systranna var send út til að svipast um eftir Anettu og biðja hana að koma strax. En, nei. Og Anetta var ekki í herberg- inu sínu. Frúin gerðist óróleg og gekk út. Fólkið hætti þvaðr- inu og hlátrinum, og einhver fór að hefja getur um hvar Anetta mundi hafa falið sig. Hvorugt þeirra sem leituðu, gátu gefið svar við því. Hvorugt hafði fundið hana. Frúin kom inn: — Ég skil ekki hvað orðið hefur af barninu, sagði hún, — við verðum að fara og leita, kalla á hana, ef til vill hefur hún meitt sig og getur ekki komið sjálf ... — Hún finnst. Ég skal finna hana, sagði stúdentinn og stökk á dyr. Brosandi andlit fylgdu honum til leiðar — þessi góðu, skilningsríku hugartákn, sem umkringja unga elsk- endur ... Þau leituðu og kölluðu, en engin Anetta fannst. Glaðværð dagsins breyttist í óttablandna alvöru. Prestsfrúin grét og hana gat enginn huggað. Hér hlaut að hafa orðið harma-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.