Morgunn - 01.06.1975, Side 7
KYNLEGAR KENNINGAR
5
sjöfalt endurgjald að minnstta kosti. Síðast í vetur varð
góðvini mínum það á að beina fáeinum skeytum að um-
ræddri stefnu í kirkjuþætti Morgunblaðsins. Einn af
æðstu prestum „sálarrannsókna“ svaraði með breiðsíðu,
sem nægt hefði til að færa hverja venjulega sálarskútu
í kaf.“
Hér mun Heimir eiga við grein undirritaðs Fáránlegar full-
yrSingar, sem birtist í Mbl. sem svar við því sem heiti grein-
arinnar ber með sér. Að undirritaður hafi hæft i mark með
grein sinni er ánægjulegt að heyra frá manni með hinar
furðulegu skoðanir Heimis Steinssonar, en að fullyrða, að með
henni hafi „sálarskúta“ séra Bolla Gústafssonar verið „skotin
í kaf“ er kannski ofrausn.
Annars er framannefnd Kirkjuritsgrein Heimis mjög ó-
skipulega skrifuð, „þokukemid og grautarleg“, svo hans eigið
orðaval sé notað, og á köflum erfitt að átta sig á því, hvað
vakir fyrir manninum. Forsendan fyrir allri gagnrýni þessa
skólastjóra á spiritismanum byggist á þvi, að rannsóknir þeirra
séu ekki vísindalegar. Hann gerir sér jafnvel í hugarlund að
venjulegur skyggnilýsingafundur sé af sálarrannsóknarmönn-
um álitin „vísindaleg rannsóknaraðferð“! Það þarf talsvert
ímyndunarafl til þess að halda fram svo fáránlegum fullyrð-
ingum. Hvar hefur maðurinn séð þessu haldið fram? En ann-
ars er þetta mjög dæmigert fyrir skrif hans um þessi mál.
Hann reisir sér vindmyllur úr fölskum forsendum og ræðst
svo á þær eins og eins konar nýr íslenzkur Don Quixote. Og
fólk horfi á þetta furðu lostið.
Við skulum nú rifja upp, hvernig þessi maður lýsir skyggni-
lýsingarfundi:
„Miðill situr í rökkri og ryður upp úr sér nöfnum og
spurningum, en hvekktir tilheyrendur í dimmum sal
taka undir hálfum huga með einstaka jáyrði. Þessum
spumingaleik er haldið áfram, uppistaðan er slitrótt
nafnaþula miðilsins, ívafið undirtektir viðstaddra. And-
rúmsloftið er allt mettað hálfkæfðri eftirvæntingu, niður-
baddri tilfinniugasemi, sefjun og aftur sefjun. Ef einhver