Morgunn - 01.06.1975, Page 59
57
LÍF, HUGUR, SÁL
fengið ástæðu til að vakna til umhugsunar um það. Ég vil því
reyna að lýsa þrískiptingu mannsins, eins og mér hefir virzt
ég finna hana næmast, þótt ég eigi örðugt að koma orðum
að því, svo að skiljanlegt verði. En bæði ég og margir aðrír
vita dæmi til, að undir sömu atvikum og ástæðum, sem ég
var þá, eru lík fyrirbrigði ekki óvanaleg.
Sjúkdómsfyrirbrigði höfundar.
Það var tímanlega að vorlagi. Yar ég þá um 8árs. Ég
hafði veikzt nokkuð skyndilega og lá mjög þungt. Ekkert veit
ég eða man, hvaða veiki þetta var. Minnir, að ég lægi um 2
vikur eða vel það.
Ég lá í herbergi, sem var í öðrmn enda baðstofunnar. Þar
voru 2 rúm fyrir stafni. Fósturforeldrar mínir sváfu í öðru
þeirra, en ég var einn í hinu. Þann dag, er veikin komst á
hæst stig, mun mér eigi hafa verið hugað lif, einkum þó, er
á daginn leið. Ég sá það og heyrði á öllu. Það heyrðist varla
nema hljóðskraf í hinni fólksmörgu baðstofu, og ég skildi
ekkert i því, hve daufir menn voru og alvarlegir, þótt þeir
teldu víst, að ég ætti ekkert eftir, nema hrökkva upp af. Mér
virtist eins og það gerði lítið til, á hvem veg það félli. Nær
engir komu til mín nema systir mín, sem var lengstum hjá
mér. Hún var fóstra mín og móðursystir, og kallaði ég hana
systur mína. Börnin, sem ætíð hnöppuðust svo kát í kríngum
mig, læddust nú þögul og niðurlút um baðstofuna. Stundum
horfðu þau í áttina að rúmi mínu, en þess á milli forðuðust
þau að líta þangað. Það var eins og líkhræðslan hefði þegar
gripið þau. Mig langaði til að segja þeim að koma til mín og
vera óhræddum. En ég megnaði hvorki að tala til þeirra, né
gefa þeim bendingu.
Þannig leið kvöldið. Allir háttuðu nema fóstra mín. Hún
sat við rúmið mitt. Nokkru síðar leggur hún sig i rúm sitt.
Vissi hún vel, að hún yrði þess þegar vör, hve lítið, sem á
mér ba'rði. Þetta var á þeim tima árs, sem nótt var hálfbjört
alllengi frameftir. Ég hafði verið altekinn, og víst þjáðst mik-