Morgunn - 01.06.1975, Page 70
68
MORGUNN
ungis hjá hinum ýmsu einstaklingum, heldur einnig hjá ein-
staklingnum sjálfum. Þetta er mikilvægt atriði, bæði við
lækningu veikinnar og svo fyrir sálarfræðina. Eins og áður
er tekið fram, hlýtur sálin sjálf að vera heilbrigð, þótt hug-
stöðvarnar séu veikar, eða röskun hafi komið fram í jafnvægi
þeirra og störfum fyrir einhver atvik. Mun því sjaldan vera
auðveldara, en í sumum tegundmn af brjálsemi, að athuga
það samband, sem er á milli sálar og huga, og að sannfærast
um, að þau eru sitt hvað.
Þegar ég var unglingur, kynntist ég nokkuð brjáluðum
kvenmanni. Kom brjálsemi hennar fram í margvíslegum
myndum og einkennilegum. Vil ég því lítið eitt segja frá
þeirri stúlku, til þess að reyna að skýra mál mitt betur.
Jóna Jónsdóttir.
Hún fæddist í Bárðardal í Þingeyjarsýslu fyrir nálægt
75—80 árum. Var hún talin hafa verið skarpgáfuð, þrekmikil
og einkar efnileg í öllum greinum. Þegar hún var nálægt
tvítugu, var hún alllengi látin vera yfir brjáluðum eða geð-
veikum kvenmanni. Gekk hún við það svo nærri sér, með
vökmn og andlegri þreytu, að hún brjálaðist sjálf.
Þegar ég var unglingur á Mýri í Bárðardal, var Jónu skipt
niður á bæi. Dvaldist hún þá oft lengi á Mýri.
Það var veturinn 1864—1865, er ég sá Jónu í fyrsta sinn.
Þá var það í harðinda tíð og mikilli ófærð, að einhver kom
inn í baðstofuna og sagði: „Nú eru þeir nærri komnir með
hana Jónu.“ Mér var forvitni á að sjá brjálaða manneskju
og fór því út. Blæddi mér þá í augum að sjá, hve mannleg
hörmung gæti komizt á hátt stig. Fjórir efldir karlmenn komu
með stúlkuna. Gengu þeir á skíðum, tveir við hvora hlið
hennar, og héldu í sína taugina hver, sem bundnar voru utan
um hana. Braut hún skiðalaus djúpa fönnina milli þeirra í
harðneskju veðri. Og til næsta bæjar, þaðan sem hún kom,
voru fullir 10 km. Þegar komið var að bæjardyrunum, neit-