Morgunn - 01.06.1975, Page 94
92
MORGUNN
hann var ekki vinnufær sökum heilsuleysis. Þá varð Elín-
borgu að orði: „Mér er þá líklega skyldast að hafa hann í
sumar, fyrst ég fór að bjóða honum heim.“ Og í stað þriggja
daga dvaldist Andrés hjá þeim í fjóra mánuði. Voru haldnir
fundir einu sinni í viku þann tíma og ekki tókst með nokkru
móti að finna nein svik eða brögð hjá miðlinum.
Þannig sannfærðist Elínborg Lárusdóttir um raunveruleika
þessarar dularfullu gáfu og sambandið við framliðna. Margir
af frægustu stuðningsmönnum spiritismanns hafa einmitt haft
svipaða sögu að segja: frá tortryggni og andúð til skilnings
og stuðnings við málefnið.
Þetta er rifjað upp hér sökum þess, að ekki er ólíklegt að
þessi nýja bók Elínborgar verði síðasta bók hennar um dulræn
efni. Hún er nú á níræðisaldri og hefur átt við vanheilsu að
stríða. En hún hefur sannarlega ekki látið sitt eftir liggja:
Þetta mun vera áttunda bók hennar um þessi mál. Það hefur
og sannast að ekki hafa bækur þessar verið til lítils skrifaðar.
Lesendur hafa tekið þeim ákaflega vel og svo hafa þær bein-
línis átt þátt í því að vekja athygli erlendra vísindamanna á
hinum frábæru hæfileikum Hafsteins Björnssonar.
Titillinn á hinni nýju bók Elínborgar LEIT MlN AÐ
FRAMLlFI, er að þvi leyti villandi, að þessi bók er ekki
yfirleitt um leit hennar sérstaklega. Hún er fremur eins kon-
ar framhald af bókinni DULRÆN REYNZLA MlN. Þó er
hún að ýmsu leyti persónulegri, enda er hér sagt frá ýmsu,
sem skáldkonan hingað til hefur veigrað sér við að segja frá
af ótta við að henni væri ekki trúað, svo sem er hún segir frá
dulheym sinni og sýnum. Um þetta segir Elínborg í þessari
bók sinni: „Hinir látnu koma og tala við mig, eins og maður
talar við mann. Þetta er ótrúlegt og furðar mig ekki þótt
einhver, sem einhvern tíma les þetta, rengi það . . . finnst
mér skylda mín að segja allan sannleikann í þessu efni, eins
og ég skynja hina dularfullu atburði, sem ég nú orðið hef
sjálf mikla og margs konar reynslu af.“
Reyndar var Elínborgu orðið ljóst að hún bjó yfir ófreski-
gáfu löngu áður en hún kynntist spíritismanum. Hins vegar