Morgunn - 01.06.1975, Qupperneq 102
100
MORGUNN
Herbert Sundemo:
BIBLÍUHANDBÖKIN ÞlN, skýringar í máli og myndum mikilvægia
heita og hugtaka i Heilagri ritningu.
Þýðari: Séra Magnús Guðjónsson.
Foi-málsorð: Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson, hiskup Islands.
Bókaútgáfa: örn og örlygur h.f., 1974.
Það er sameiginlegt meiri hluta mannkynsins, að hafa
eðlislæga trúarþörf. Það er flestum eðlilegt að hafa þörf fyrir
að tigna skapandi mátt, kappkosta að lifa í samræmi við boð-
orð hans og sýna trú sína í verki með því að rétta náungan-
um hjálparhönd. Slíkur góðleikur er eitt sterkasta aflið til
lausnar á vandamálum einstaklinga og þjóða. Trúarbrögð ættu
jafnan að leggja áherslu á það sem sameiginlegt er hinum
margvíslegu trúarflokkum heimsins. Það er ekki hægt að
ætlast til friðar á sviðum stjómmála fyrr en menn hafa fundið
til bræðraþelsins í hjarta sínu. Meðan við höldum áfram að
vera sundruð á sviði guðfræði og stíflum þannig framrás góð-
viljans, þá er það borin von að við getum haft heillaríkt sam-
starf á sviðum visinda, fjármála eða félagsmála.
1 rauninni er það spursmál, hvort þetta er ekki ein og sama
trúin, sem menn athyllast um allan heim, þegar betur er að
gáð. Nefnilega trúin, sem á sér aðsetur í sál mannsins og
hjarta og lýsir sér í þrotlausri þrá til þess að leita sannleik-
ans og lifa á jákvæðan, upphyggjandi hátt.
Á ýmsum tímum hafa uppljómaðir kennimenn og innblásn-
ir spámenn og spekingar reynt að kenna eða predika þessa trú
þjóðum sínum. Eða þá að endurreisa hreinleika andlegra
kenninga, sem spillst hafa sökum heimsku manna og van-
þekkingu.
Ein versta hindrunin á milli trúarbragðanna hefur verið sá
vandi, sem leiðir af mismunandi tungumálum. Við eigum oft
erfitt með að átta okkur á því sem er sameiginlegt, þegar það
er kallað hinum ólikustu nöfnum á framandi tungum. Þegar
einn talar um Guð og annar um Tao, kann það að rugla okk-
ur og við höldum því að hér sé um tvennt gjörólíkt að ræða.
Það liggur því í augum uppi, að við getum ekki lagt rétt mat