19. júní - 19.06.1982, Page 9
Ragnheiður Jónsdóttir Ream
1917-77
Hrafnhildur
Schram.
Eftir hina stóru yfir-
litsýningu á verkum Ragn-
heiðar Jónsdóttur Ream að
Kjarvalsstöðum í vetur, dylst
varla nokkrum að þar er á ferð
sérstæður og kraftmikill lista-
ntaður sem túlkar náttúru
lands síns á nýjan og ferskan
hátt með sterkum litum og
iiraðri og agaðri pensilskrift.
Við fyrstu sýn virðast lands-
lagsmyndir hennar vera hug-
lægar abstraktionir, vel að-
greindir stórir litafletir sem
minnka eftir því sem ofar dreg-
ur í myndinni og minna oft á
steina í hleðslu. Litirnir eru
djúpir og safamiklir í blæbrigð-
um grænna og blárra tóna sem
hún stundum sker með snögg-
um áherslum rauðra og gulra
lita er gefa myndinni hrynjandi
sem orkar frekar á hugann en
sugað.
En þegar augað hefur flögr-
að yfir myndílötinn og fundið
djúpbláan sjóndeildarhringinn
þar sem himinn og haf umvefj-
ast, falla litafletirnir saman og
mynda samofna heild íslensks
iandslags og hin ytri fyrirbæri
Ur náttúrunni kvikna hvert af
óðru.
Líkt og kínverskir málarar
Eorlir Ragnheiður á landið að
°lan frá sjónarhorni fljúgandi
Idgls og skapar á þann hátt
°endanlega víðáttu sem heldur
áfram langt fyrir utan rannna
málverksins og gefur áhorfand-
anum með hjálp ímyndunar-
aflsins tækifæri til að ljúka
sjálfum við myndina.
Oft hef ég velt því fyrir mér
hversu latækari heimurinn
væri af góðum listamönnum ef
tilviljanir og stundum smáslys
hefðu ekki átt sér stað og orðið
til að beina þeim inn á lista-
brautina. í tilviki Ragnheiðar
voru það nágrannar sem
hröktu hana í fangið á mynd-
listargyðjunni. Músíkin hal'ði
alltaf verið stór þáttur í lífi
hennar og liún hugði á fram-
haldsnám í píanóleik, þegar
hún ásarnt bandarískum eigin-
rnanni sínum Donald flytur inn
í hljóðbært hús í Washington
og sendir innrás ljúfra tóna
sem áttu misjafnlega við, inn í
alla króka og kima hússins.
Til að halda húsfriðinn bein-
ir Ragnheiður kröftum sínum
að þeirri listgrein sem ekki
heldur vöku fyrir öðrurn en
þeim sem hana stundar. Ragn-
heiður var kornin hátt á fertugs
aldur þegar hún hóf myndlist-
arnám og á undra skömmum
tíma nær hún fullum þroska í
myndlistinni og hefur þar tón-
listarnámið orðið henni gott
veganesti.
Ragnheiður og eiginmaður
hennar flytjast heim til íslands
1969 og þá er Ragnheiður full-
þroska listamaður með fimm
ára listnám að baki og mikil-
virka sýningarstarfssemi auk
þess sem hún rak, ásamt félög-
um sínum, um nokkra ára
skeið gallerí í Washington.
Hún var í fullri starfsorku
þegar hún lést langt fyrir aldur
fram aðeins sextug og var þá
stórt skarð höggvið í fremstu
röð íslenskra myndlistar-
manna.
Hrafnhildur Schram