19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1982, Qupperneq 27

19. júní - 19.06.1982, Qupperneq 27
Kéttur giftra foreldra Samkvæmt þessu virðist í fljótu bragði vera betra ástand á dagheimil- tsmálunum en varðandi leikskólana. En þá er þess að gæta, að til skamms tíma þýddi ekki fyrir gifta foreldra að sækja um dagheimilisvist fyrir börn sín. Dagheimilin voru eingöngu fyrir börn einstæðra foreldra, námsmanna og þeirra sem bjuggu við einstaklega erfiðar heimilisaðstæður. Á síðasta ári voru tekin upp þau nýinæli, að giftir foreldrar og santbýl- ísfólk fengu kost á 10% rýma á dag- neimilum borgarinnar. Að sögn Bergs Felixsonar framkvæmdastjóra dag- vistunar Reykjavíkurborgar hefur verið undarlega lítil eftirspurn eftir þessum rýmum. Ef til vill hefur fólk ekki áttað sig á þessum möguleika. Kvótinn Itefur samt verið nokkttrn veginn fullnýttur, þar sem sú breyting var jafnframt gerð á innrit- unarreglunum, að einstæðir foreldrar sem giftu sig eða liófu sambúð fengu eins árs frest til að útvega aðra gæslu fyrir börn sín. Bergur Felixson sagði í samtali við 79. júní\ að í sainbandi við leik- skólana hefði orðið sú þróun, að sí- fellt meiri eftirspurn hefði orðið eftir plássum fyrir yngstu börnin. Ilefðu langir biðlistar myndast og væti nú svo komið, að varla þekktist að yngri börn en tveggja og hálfs árs væru á leikskóluin borgarinnar vegna liins langa biðtíma. Aðlögun leikskólanna Enn sem komið er, eru mjög skiptar skoðanir varðandi uppeldis- legt gildi dagheimilanna, þótt for- dómar gagnvart þeim séu stöðugt á undanhaldi. Ilins vegar eru nær allir sammála um að leikskólar séu börn- unum aðeins til góðs. En þeir hafa komið að litlu gagni fyrir útivinnandi niæður og það jafnvel þótt þær vinni aðeins hálfan daginn. Stefnan hefur verið sú, að leikskólarnir séu aðeins fyrir börnin og því engin ástæða til uð taka tillit til mismunandi þarfa foreldranna. Nú er útlit fyrir að þar sé að verða breyting á. Á leikskólum Reykjavík- urborgar hefur dvalartímanum verið breytt þannig, að foreldrar geta fengi að hafa börn sín þar í hádeginu, liálfa til eina klukkustund til viðbótar. Auk þess hefur síðasta árið verið gerð tilraun með sex tíma vistun á leikskólanum Iloltaborg. Börnin hafa þá getað verið á leikskólanum frá kl. 8—14 eða 9—15. Þetta hefur gefið góða raun, þótt það hafi jafnframt orðið til þess að færri börn geta verið á leikskólanum síðdegis en áður. En þetta er góð þróun og jafnframt viðurkenning á því að leikskólarnir eigi ekki aðeins að vera til fyrir börn- in, heldur líka fyrir foreldrana. Dagmæður Þótt hægt fari, virðist sem sagt stefna í rétta átt. En næstu árin má búast við að dagheimili og leikskólar uppfylli aðeins þörf lítils hluta þeirra kvenna, sem verða eða vilja vinnan utan heimilis. Á meðan verður að treysta á dagmæður. í vetur voru alls 918 börn í dag- gæslu á einkaheimilum í Reykjavík og sáu 379 konur um gæslu þeirra. Miðað við reynslu undanfarinna ára er búist við að þessar tölur lækki verulega þegar kemur fram á sumar- ið, þar sem þessi starfsemi er mjög sveiflukennd. Bæði er að foreldrar eiga lleiri kosta völ með gæslu barna sinna á sumrin og eins virðast dag- mæður tregari til að binda sig yfir börnutn á þeim árstíma. Það fylgir því mikil óvissa þessari starfsemi fyrir báða aðila og erfitt á henni að byggja. Enda þarf lítið út af að bera, til þess að dagmæður dragi sig í hlé. Þannig gætti mikillar óá- nægju meðal dagmæðra í Reykjavík, þegar gera átti þær bókhaldsskyldar í vetur, og hugðust margar þeirra skila inn leyfum sínum. Af Jiví varð þó ekki, enda var kraf- an um skilyrðislausa bókhaldsskyldu dregin til baka og ákveðnar reglur settar um skattafrádrátt vegna til- kosnaðar við Jiessa starfsemi. Þannig var í þetta sinn komið í veg fyrir að Jiessi nauðsynlega þjónusta legðist niður, en öryggið er ekki mikið. Skóladagheimili Um 18% þeirra barna, sem voru í daggæslu á einkaheimilum í Reykja- vík í vetur, voru skólaböm. Það er ljóst að á meðan skólakerfið starfar með sama hætti og verið hefur, er ennþá erfiðara fyrir foreldra að kom- ast frá heimilinu eftir að börnin eru komin á skólaaldur og allt Jjangað til |)au eru orðin nokkuð sjálibjarga 11 — 12 ára gömul. Þarna kemur rnargt til. 6 ára deildir starfa aðeins í eina og liálfa til tvær klukkustundir á dag, sem er í rauninni verra en ekki neitt fyrir foreldrana. Það er mesta furða að útivinnandi foreldrar skuli ekki sleppa því að senda börnin í skóla 6 ára á meðan þau enn eru ekki skóla- skyld. En Jjað nnm vera lítið um það, enda flestir sammála unt að 6 ára bekkurinn sé góður aðlögunartíini fyrir börnin. Þá eru skólar víða tví- eða jafnvel þrísettir og stundaskrá barnanna því óstöðug og sundurslitin. Kröfur um samfelldan skóladag í grunnskólan- um gerast stöðugt háværari og má búast við að lögð verði enn meiri áhersla á að ná því marki sem fyrst í öllum skólum. 1 því efni er fyrst og fremst verið að hugsa urn börnin, seni nú er boðið upp á að þurfa að hend- ast í skólann tvisvar og stundum þris- var á dag. Sum barnanna eiga langt að fara og í misjöfnum veðrum á veturna er það mikið álag á þau. Framhald á bls. 63. Ekki bara geymslustaðir, heldur ómetan- legur liður í uppeldisstarfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.