19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1982, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1982, Qupperneq 33
frá Ilrafnagili vinnuálagi kvenna. Hann segir, að þegar ljðsið kom inn settust allir upp, sem sofið höfðu í rökkrinu, og tóku til vinnu sinnar: ka rlmenn að kemba og prjóna og konur að spinna og prjóna. Þá segir hann orðrétt: „Oft sat kvenfólkið líka uppi í rökkrinu til þess að vinna að ákvæðisverki sínu, kom því ekki af óðruvísi. En það var ákvæðisverk vinnukonu, sem þótti vel liðgeng, að prjóna eina alsokka á dag eða vinna að öllu (keinba og spinna) í einn sokka og prjóna hann. Til þess urðu sumar að leggja á sig vökur“. Af Jtessu má sjá að löngum hefur ákvæðisvinn- an verið hörð svipa á konur. Karl- menn sluppu betur og fengu að halda hvíldartíma sínum. Fyrir hefur komið, þegar óréttlætið var orðið óbærilegt, að konur hafi sagt: Ilingað og ekki lengra, nú er nóg komið! Skemmst er að minnast aðgerða hjúkrunarfræðinga nú í vor °g fóstra í fyrra. Slíkum konum liefur verið sýnd full harka, bæði fyrr og nú. í bókinni Myndir og minninga- brot eftir Ingveldi Gísladóttur segir frá kvenskörungnum Guðrúnu Þor- leifsdóttur sem árið 1916 var rekin úr kaupavinnu með barn sitt vegna þess að hún neitaði að sjá um þjónustu- brögð á fatnaði kaupamanns í hvíld- artíma sínum. Guðrún, sein var harð- dugleg og stóð allan daginn við slátt eins og karhnaður, kærði málið fyrir sýslumanni. llún varði mál sitt sjálf °g voru dæmdar skaðabætur. Sagt er að eftir þetta hafi að mestu lagst nið- ur Jjar um slóðir sá siður að ætlast væri til að kaupakonur tækjust þann- 'g á hendur þjónustubrögð á kaupa- mönnum. Nánast allar konur vinna heimilis- störf. Utivinnandi konur vinna bœði uti og heima, en Jtað vill oft gleymast 1 hita umræðnanna, líklega vegna þess að heimilisstörfin eru ósýnileg. bau eru Jteirrar náttúru að sjást ef J»au eru ekki unnin. Heldur hefur dregið úr karpinu um það hvort konur eigi að vinna utan heimilis eða ekki, enda er útivinna kvenna staðreynd sem ekki verður lit- ‘ð framhjá og konum í atvinnulífinu Ijölgar stöðugt. Hvernig gæti íslenskt l>jóðfélag staðist án vinnu kvenna í atvinnulífinu sem og á heimilunum? Konurnar eru hvorki meira né minna en 45.9%, eða tæpur helmingur af fólki á íslenskum vinnuinarkaði. Atvinnulífið þarf á konunum að halda og konurnar þurfa á tekjunum að ludda. Þótt lítill hópur kvenna kunni að geta „valið“ hvort Jiair vilji vera alfarið heimavinnandi alla sína starfsævi eða ekki, þá er sá hópur svo fámennur að hann segir lítið þegar á heildina er litið. Auk þess telst Jiað til sjálfsagðra mannréttinda að geta unnið fyrir sér sjálfur. Foreldrar ungra barna hal'a sér- stöðu sem kallar á samfélagslegar úr- lausnir, en allir vita að erfitt er að sameina barnauppeldi fullri útivinnu beggja foreldra. Um heimilisstörf og barnauppeldi verður fjallað annars staðar í Jiessu blaði. í þessari grein er leitast við að fá samanburð á launum karla og kvenna og nokkra yfirsýn yfir helstu kvennastéttir landsins. M. g. kr. Konur langtum tekjulægri í skýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins, Vinnurnarkaðurinn 1980, sein kom út í apríl 1982, er að finna eftirfarandi línurit. Hér sést hvernig meðalatvinnutekjur dreifast eftir aldri og kyni: Meðallaun á mannár eru 53% hærri hjá körlum en konum. Ilér hafa hlutastörf og vinna part úr ári verið reiknuð eins og um fullt ársverk væri að ræða. Launamunur sem nem- ur 53% hlýtur að teljast gífurlega ntikill. Hafi kona 8.000 kr. í laun á mánuði hefur karl rúmlega 12.000 kr. Einnig kemur fram í skýrslu Fram- kvæmdastofnunar að karlar hafa að meðaltali 26% lengri vinnutíma en konur og mun meiri yfirvinnu, sem er hærra borguð. Þegar litið er á laun á vinnustund eru konur með um 16% lægri laun en karlar. Konur á íslandi eru því langtum tekjulægri en karlar. Konur í Alþýðusambandi Islands Nýjustu tölur um fjölda launþega innan ASÍ eru frá árinu 1980. Þá voru konur 27.120 af 58.065 fé- lögum, eða 47%. Þrátt fyrir jafnvægi í félagafjölda bregður svo við að í 15 manna miðstjórn ASÍ eru aðeins 2 konur, eða 12%, og í 72 manna samninganefnd eru 19 konur, eða 26%. Hvernig skyldi standa á slíkum mismun innan sjálfrar verkalýðs- 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.