19. júní


19. júní - 19.06.1982, Side 41

19. júní - 19.06.1982, Side 41
eftir margra ára starf inni á heimilum hugsa sér til hreyfings út í þjóðfé- lagið. Það eimir eftir . . . Framhald af bls. 39. urra launaflokka hækkun. Fólki kann að vaxa þetta í augum en flokk- arnir segja ekki allt. Hver launaflokk- ur er kannski tvö til þrjú hundruð krónur þannig að fjögurra Hokka hækkun er ekki mikið í krónum talið. Sjúkraliðar byrja núna í sjötta launa- flokki. Á Sankti Jósepsspítalanum erurn við yfirborgaðar uin einn launa- flokk en að sjálfsögðu stöndum við með hinum. Maður heldur samt í vonina unt að það verði samið, má ekki við að missa þessi laun. Þegar ég er á kvöldvakt fer ég um liálf fjögur í vinnuna en maðurinn minn kemur heint um sex leytið og tekur þá við vaktinni heima. Og hann sér náttúrulega um heimilið þegar ég er að vinna um helgar. Það eru viss verk sem verða samt útundan hjá honum og bíða, eins og þrif og þvott- ar. En hann eldar inat og þvær upp. Ég skal viðurkenna að ég kent stund- um pirruð heim. Mest allur frítíminn fer í heimilið, þrifin og þvottana. Það verður lítill tími aflögu til að sinna áhugamálunum. Eg gef mér samt tíma í handavinnu og lestur en það er ekki oft. Mér finnst það varla hægt barnanna vegna þegar ég er í vinnu á kvöldin og um helgar. Það verður að gefa þeim einhvern tíma. — Maður- inn minn vinnur verkamannavinnu og er með tvo tíma í eftirvinnu á hverjum degi. Þrátt fyrir það eru launin ekki upp á inarga fiska. Ilelst þyrfti hann að vinna næturvinnu líka en hún hefur engin verið. Það bjargar okkur að þetta er verkamannaíbúð og árlegar afborganir litlar. Endar inyndu aldrei ná saman hjá okkur ef við værum að kaupa á ahnennum inarkaði. Aðeins einu sinni höfum við farið í sumarfrí til útlanda. Fórum til Bandaríkjanna til vinkonu minnar. Síðastliðið sumar tók maðurinn minn ekkert sumarfrí. í hitteðfyrra fórum við í nokkurra daga ferðalag í sumarfríinu og vorum lengi að ná fjárhagnum upp aftur. Það er liart að geta ekki tekið sér sumarfrí nema hálfsvelta sig á eftir. Svo verður sennilega ekkert sumarfrí í ár. Hafðu það Þau sömu eiga ekki alltaf að hella á kaffið. Þau sömu eiga ekki alltaf að flytja ræðurnar. Þau sömu eiga ekki alltaf að búa um rúmin. Þau sömu eiga ekki alltaf að vitna í skræðurnar. Skiptum út á við. Skiptum inn á við. Tökum réttlætið með í lífsmynstrið svo að brauðstritið þokist upp á við. Þau eiga öll að beita huganum. Þau eiga öll að virða vinnuna. Þau eiga öll sinn hlut í heiminum. Þau eiga öll að skapa söguna. Úr Ijóðabókinni Villirím eftir Steinunni Eyjólfsdóttur, Heykjavík, 1981.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.