19. júní


19. júní - 19.06.1982, Page 44

19. júní - 19.06.1982, Page 44
geta konur og karlar unnið saman, að karlar viðurkenni og tileinki sér þennan reynsluheim á sama hátt og konur tileinki sér það besta og lífvæn- legasta af viðhorfum karla“. Með hugmyndafræðigrundvöll að baki var hafist handa um mótun stefnuskrár, jafnframt var undirbúið kosningastarf og unnið að framboðs- lista. í báðum hreyfingunum var lögð á það rík áhersla að stefnuskráin væri unnin og samþykkt af þeirn konum sem yrðu í framboði og allar væru þær tilbúnar að standa að baki þeim konum sem næðu kosningu og leggja þá vinnu af mörkuin sem fylgdi því að taka þátt í stjórnun bæjarfélags- ins. Ekki allt í hefðbundnum stíl í kosningabaráttunni sem eftir fylgdi var við ramman reip að draga þar sem flokkarnir kepptust við að ýta þessum sameiginlega óvini út í kuldann ýmist með þögn eða gífur- yrðum. A þeim tveimur mánuðum sem sú barátta stóð breyttist viðhorf margrar konunnar — bæði til manna, málefna og ekki síst til sjálfr- ar sín. Væri vanmáttarkennd fyrir hendi þvarr hún þegar á hólminn var komið og ekki var laust við að undr- unar gætti hjá mörgum sem uppgötv- uðu hjá sér áður óþekkt hæfileika- svið. Fjáröflunar- og kynningarleiðir voru margvíslegar og ekki allar í hefðbundnum stíl, en öll störf voru Valgerður Bjarnadóttir. Guðrún Jónsdóttir. unnin ineð sama markmið í huga og ekkert mikilva:gara en annað. A Akureyri héldu framboðskonur málverkasölusýningu og í Reykjavík geystist peysufatasöngsyeit syngjandi um straiti með rauða skúfa í peysu, bjóðandi borgarbúum heita heilsu- drykki úr mjólkurbrúsum meðan ávörp voru IIuit. Kosningabarátta okkar Reykjavíkurkvenna lyktaði með fjölskylduhátíð í Laugardalshöll á uppstigningardag, þar sem rúmlega fjörtíu básurn var komið fyrir tneð upplýsingunr uin laun, kjör og starfs- svið hinna ýrnsu kvennastétta. Sigfríður Þorsteinsdóttir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þriðja stærsta aílið Þegar niðurstöður kosninganna Iiggja nú fyrir er Ijóst að kvennafram- boðin eiga stóran þátt I fjölgun kvenna í sveitar- og bæjarstjórnum. Flokkarnir mættu Jtessu nýja afli með ])ví að fjölga konum á framboðslist- um auk Jiess sem Jteir tefldu sínum konum óspart fram fyrir kosningar. Allar umru'ður í fjölmiðlum breyttu um svip og J)au mál sem kvennalist- arnir settu á oddinn í kosningabaráli- unni urðu meginmál í stjórnmála- baráttunni. Það eitt og sér hefði naigt sem stórsigur fyrir kvennaframboðs- konur. En úrslit kosninganna urðu J)au að framboðskonurnar á Akureyri urðu sigurvegarar Jjeirra, fengu inn tvær konur í ellefu manna bæjar- stjórn eða um 17,4% atkvæða. í Reykjavík hlaut kvennaframboðið utn 11% atkvæða og sitja nú tvær kvennaframboðskonur í borgarstjórn sem skipuð er tuttugu og einum inanni. í heild hefur konum fjölgað í sveitar- og bæjarstjórnum um liðlega hehning. Þær hreyfingar sem örfáar konur stóðu að sumarið 1981 eru nú orðnar að þriðja stærsta stjórnmála- afli sinna bæjarfélaga. Félagsmenn beggja eru ákveðnir að standa vel að störfum á kjörtímabilinu og síðast en ekki síst að efla og styrkja innviði binna nýju kvenfrelsishreyfinga, sem eiga vonandi eftir að verða enn sterkara afl. 44

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.