19. júní


19. júní - 19.06.1982, Side 48

19. júní - 19.06.1982, Side 48
Karlar og kvenréttindi Viðtöl: Ásdís Skúladóttir Á landsfundi KRFÍ sumarið 1972 var samþykkí að karlrncnn fengju inngöngurétt í fclagið. Fyrsti karl- maðurinn sem í félagið gekk var Skúli Porsteinsson fyrrv* náms- GÍSLI JÓNSSON menntaskólakennari Misrétti vegna kynferdis óþolandi Ilvað varð til þess, að þú karlmað- urinn, gekkst í Kvenréttindafélag Islands? „Ég hef lengi verið jal'nréttismað- ur. Fyrir nokkrum árum vaknaði áhugi minn á að rannsaka nokkra þœtti í jafnréttissögu kynjanna á ís- landi. Einkum kannaði ég sögu bar- áttunnar fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna, svo og jöfnum rétti kvenna og karla til náms og starfa. Starf Kvenréttindafélags íslands þótti mér svo viðfelldið og aðdáunar- vert, að ég sótti um inngöngu í félagið.“ 48 stjóri. Síðan hafa allmargir karl- menn gengið í félagið, þar á meðal Gísli Jónsson, menntaskólakenn- ari og Ilelgi H. Jónsson, frétta- maður. Er það ekki órökrétt að vera karlmaður í félagi sem stefnir að því í raun að svipta karlmenn ýmsum forréttindum, svo scm húsbóndavaldi á heimili og valdi í þjóðfélaginu? „Nei, síður en svo. Karlmaðurinn ég hefur, eins og sjá má af framan- sögðu, engan hug á að viðhalda þess konar forréttindum sem um er spurt. Svokallað húsbóndavald á heimili viðurkenni ég til dæmis ekki. Ef það er enn til, þá á að svipta valdhafana því. Hefðbundin skipting starl'a á heimili í störf húsmóður og húsbónda finnst mér rnjög undarleg. Karlar eru matreiðslumenn, kla:ðskerar og hreingerningamenn út um allar jarð- ir. Hví skyldu þeir ekki vera það inni á sínu eigin heirnili? Til þess að hafa áhrif á vald og meðferð þess í þjóðfélaginu, held ég, að allir séu jafnréttbornir. Spurning- in var á sínurn tíma einkum um það, hvenær karlar viðurkenndu þetta í verki. Þetta er grundvöllur sjálfrar lýðræðishugsjónarinnar, að allir séti jafnréttháir, óháð búsetu, kyni, starfi, trúarbrögðum o. s. frv.“ Tekurðu þátt í starfl KRFÍ? „Það getur því rniður ekki heitið.“ Ilvernig líst þér á sérframboð kvenna eru þau nauðsynleg nú? Verða þau það í framtíðinni? Munu konur og karlar starfa sem jafningjar þegar fram líða stundir? „Ég skil þá óþolinmæði sem lýsir sér í sérframboðum kvenna. Þau hafa Ilvers vcgna ganga karlmcnn í kvenréttindafélag? Þessari spurn- ingu og fleirum var varpað fram til þeirra Ilelga og Gísla. þegar haft mikil áhrif og flýtt æski- Iegri þróun. En þau verða ekki nauð- synleg í framtíðinni. Karlar og konur rnunu vinna saman eftir því sem skoðanir og hugsjónir bjóða þeim. Eins og ég sagði í upplrafi, er ég jafnréttismaður, en ég er ekki jafnað- armaður nema að takmörkuðu leyti. Ég vil til dæmis ekkert síður, en að konur og karlar verði eins. En rnis- rétti vegna kynferðis er óþolandi. Eru til nokkur frambærileg rök gegn því, að kona sé kennari, þingmaður, prestur eða þjóðhöfðingi? Samkomu- lag verður að vera, og líkurnar á sam- kornulagi beggja aðila eru þeim mun rneiri sern réttur beggja er jafnari.“

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.