19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1982, Qupperneq 49

19. júní - 19.06.1982, Qupperneq 49
HELGI H. JÓNSSON fréttamaður Jafnrétti ávinningur allra Ilvað varð til þcss að þú ákvaðst að ganga í KRFÍ? „I fyrsta lagi var ég alinn upp við, að allir menn ættu jafnan rétt. Ætli undirrótin sé ekki þar. lJað hefur svo sjálfsagt verið utn- ræðan undanfarin ár unt jafnrétti kynjanna, sem varð til þess að ég fór að leiða liugann að því að ýrnsu væri áfátt á þessu sviði. Ég fór svo að fvlgjast nieð málflutningi KRFÍ. Mér léll hann vel í geð, sem svo varð til þess, að ég ákvað að ganga í félagið. Það var 1979. Mér finnst Jtað ekki einasta órétt- latti, að hlutur kvenna í þjóðfélaginu sé ekki hinn sami og karlmanna held- ur finnst tnér Jtað vera sóun á lta'.fi- leikum, sem Jtjóðfélaginu veitir ekk- ert af að nýta, ef konur eru ekki virkjaðar til jafns við karla.“ Er ekki órökrétt að karlar gangi í félag sem samkvæmt vissri skil- greiningu hefur að markmiði að taka ákveðin forréttindi af Jjeiin? „Auðvitað leiðir af jöfnuði á jjessu sviði sem öðrum, að einhverju þarf að breyta. Þau forréttindi, ef hægt er að nota Jjað orð, sent karlmenn hugsan- lega missa eru á hinn bóginn lítils verð, ntiðað við ávinninginn af Jtví að kotna á jöfnuði kynjanna. Það er persónulegur og félagslegur ávinning- ur allra, og ætti að vera kappsntál öllum sem yfirleitt eru þeirrar grund- vallárskoðunar að fólk eigi jafnan rétt. En sumir eru |jað á hinn bóginn ekki, hvort sem Jjeir eru svo menn til að kannast við það eða ekki. Eg er sannfærður urn að Jjað verð- ur okkur öllum akkur að konur fái drýgri lilut af |jvi sem nú er kallað beimur karla. Við karlmenn förum niargs á mis — ekki síst varðandi börnin — vegna þess að við eigum, margir hverjir að minnsta kosti, svo b'tinn skerf í þeim parti tilverunnar sern fram að Jjessu hefur einkum ver- ■ð svið kvenna. Stundum heyrir maður fólk — að- ídlega karlmenn — halda Jjví fram, nð með jafnrétti kynjanna sé stefnt að gera kynin eins — „gera konur að körlum“ — eins og maður heyrir stundum sagt. Petta er náttúrulega bull. Auðvitað er og verður munur á kynjunum, ekki bara í ytra útliti og hlutverkaskipan í fjölgun mannkyns- ins — heldur er eðlislægur munur á körlum og konum. Sem betur fer liggur mér við að segja. Það eykur á fjölbreytni lífsins.“ Ilefurðu starfað bcinlínis í fé- laginu? „Sjálfsagt er Jjað of lítið. Eg er eins og margur maðurinn svo önnum kafinn við að vinna mér inn peninga fyrir ýmsum þörfum. Kannski aitti ég að hafa orðið þarfir innan gæsalappa, Jjví að sumar þeirra eru kannski fremur ímyndaðar þarfir en raunverulegar. En aðeins hef ég þó starfað í fé- laginu — aðstoðað lítils háttar við útgáfu fréttabréfsins og skrifað ofur- lítið í 19. júní. Það sem ég er kannski ánægðastur með er hins vegar — þótt Jjað sé ekki á nokkurn liátt mér að Jjakka — að ég var fyrsti karhnaður- inn sem kjörinn var fulltrúi á lands- fund KRFÍ. Ég man, að ég var líka eini karlmaðurinn í Itópnum, Jjegar fulltrúum var að fundinum loknum boðið suður á Bessastaði til Vigdísar forseta. Ég kunni því afar vel!“ Ilvernig finnst þér að starfa nieð kvenfólki? „Mér finnst gott að vinna ineð góð- uin félögum, hvort sem Jjeir eru kon- ur eða karlar.“ Ilvert cr viðhorf Jjitt til kvenna- framhoðanna? „Ég hallast nú að því, að Jjau liafi verið nauðsyn, tímabundin nauðsyn. Gleggsta sönnun Jjess er sá kippur sem stjórnmálaflokkarnir óneitan- lega tóku. Víðast hvar urðu iniklar breytingar á framboðslistum flokk- anna frá því sem verið hefur. Að vísu lield ég, að skilningur á nauðsyn jafn- réttis kynjanna sé í rauninni mikill og vaxandi í flokkunum, en kvenna- framboðin hafa vafalaust llýtt mjög fyrir. Mér finnst að menn komist ekki hjá Jjví að viðurkenna að Jjau hafa haft veruleg áhrif á Jietta. Og Jjað eru breytingar sem ég held, að því miður liefðu ella ekki orðið með jafn skjót- um hætti. Ég er ennfremur þeirrar skoðunar að inestu tíðindin sem urðu í þessum kosningmn sem nú eru nýlega um garð gengnar, hafi þrátt fyrir allt sem á gekk af öðru tagi, verið Jjau, hversu mjög konum fjölgaði í bæjar- og sveitarstjórnum. Ég lield að Jjað sé breyting til frambúðar og hlutur kvenna í pólitík eigi eftir að vaxa enn í næstu kosningum. Þarna hafa, að ég ætla, orðið pólitísk kapítulaskipti.“ 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.