19. júní


19. júní - 19.06.1982, Síða 56

19. júní - 19.06.1982, Síða 56
... eða Ásta og ástin. Saga Jónsdóttir og Þórhallur Sigurðsson í hlutverkum sínum í sama leikriti. allri skynserni til þess að komast hja því hlutskipti, sem ntóðir hennar fékk, leitar hún óbeinlínis eftir því, þegar hún fær sér vinnu við meðferð geðsjúkra. Og hvernig sem liún streitist á rnóti, getur hún ekki komið í veg fyrir að hin kvenlega fórnarlund nái að lokum tökum á henni, en þá er hún h'ka komin í þá aðstöðu að hún veit ekki sitt rjúkandi ráð. Margir hafa gagnrýnt lokaatriði leikritsins, þar sem þau Asta og Arnaldur sam- einast. En mér finnst það fallegt, þótt sorglegt sé. Það sýnir, að þegar tvær manneskjur mætast í dýpstu örvænt- ingu, þá eru þær jafnar — hvorug hinni máttugri.“ — En ekki er það slíkt jafnrétti, sem við höfum verið að keppa að? „Það er a. in. k. sorglegt, ef fólk getur ekki fundið skárri leið til jafn- réttis en að niðurlægja hvort annað. Ég hef verið gagnrýnd fyrir vitlausa kvennapólitík í þessu leikriti, og það finnst tnér ósanngjarnt. Ég held að það sé hvorki vond né vitlaus kvennapólitík að benda á að kvenna- baráttan hefur fært okkur ýmis ný vandamál sein valdið geta þjáning- um. Það er miklu fremur hættulegt að loka augunum fyrir því, að vanda- málin leysast ekki í eitt skipti fyrir öll. Að sumu leyti eru markmið kvennabaráttunnar þegar í höfn. Til dæntis höfum við fullt lagalegt jafn- rétti á við karla. En þegar slíkum stóráfanga er náð er eðlilegt að upp korni deilur og átök um nánari útfærslu. Á sítium tíma voru nálega allir íslendingar sammála um lýðveldisstofnunina, en svo hélt auð- vitað stéttaharáttan áfram. Þess vegna segi ég að réttindabarátta kvenna hér á landi sé koinin nægilega langt til þess að hægt sé að deila hart um frarnhaldið — eins og gert er. Inntak baráttunnar er að konur og raunar sérhver einstaklingur geti val- ið sér lífsbraut við sitt hæfi, og hrædd er ég um að það fari ekki síður eftir stéttarstöðu konunnar en kynferði hennar, hvernig til tekst.“ Snöggt umrót ó högum okkar „Annars hafa viðbrögð fólks við leikritinu verið af ýmsu tagi,“ heldur Steinunn áfrain. „Margir hafa verið afar jákvæðir og fundist það 56 skemmtilegt, nærgöngult og satt. Einstaka hafa orðið reiðir, aðrir látið sér fátt urn finnast og til eru þeir sem ekkert hafa séð í leikritinu annað en botnlausa örvæntingu. Og vissulega lýsir það örvæntingu, þótt ekki hafi það verið meining mín að segja að allt þetta brölt okkar á undanförnuin áruin hafi einungis leitt yfir okkur þjáningar. Það er líka búið að vera gaman — rnjög gaman. Á hinn bóg- inn hefur mér stundum fundist sem þetta umrót á högum kvenna á síð- ustu árum hafi gengið svo snöggt yfir, að við höfum ekki almennilega náð að fóta okkur. ( því skyni meðal ann- ars stillti ég upp þremur kynslóðuin íslenskra kvenna, sem tiltölulega lítill aldursmunur skilur að, en liafa hlotið inismunandi mótun og viðhorf til lífs- ins. Kvennabaráttan hefur snert þær með mismunandi hætti. Að vissu leyti eru þær allar fórnardýr, þótt hin nýju viðhorf hafi auðvitað fært þeim margt jákvætt.“ — Ilvort er þér meira virði starfs- fraini eða einkalíf? „Ég vil hafa hvort tveggja. Ég vil að allar konur geti haft hvort tveggja. Saint tel ég að móðurtilfinningin valdi því, að á vissu skeiði ævinnar verður konunni starfsframi ekki eins mikilvægur og karlmanni. Það er henni svo mikils virði að ganga með barn, fæða það og fylgjast með því vaxa og dafna að það yfirskyggir flest annað. Við sjáuin datmin allt í kring- um okkur. Ilér og þar eru konur, sem virðast eiga vísa braut til velgengni og frama, en vilja svo allt í einu snúa við blaði og eignast börn. Ekki af því að einhverjir segi þeim að gera það, lieldur af innri þörf. Vitaskuld þarí samfélagið að koma til móts við kon- ur og gera þeim kleift að sinna bu'ði starfi og börnum, en við megum þó ekki skella allri ábyrgð af börnununt okkar yfir á samfélagið. Ábyrgðina hljóta foreldrarnir fyrst og fremst að bera og þá uppskera þeir líka hamingju og þroska. Að öðrum kosti höfum við ekkert nema sambands- leysi og óhamingju upp úr krafsinu.“ — Og þér finnst að ábyrgðin á börnum hvíli þyngra á móður en föður? „Ég hugsa að flestum konum finn- ist það. Ilitt er svo annað mál hvernig það ætti að vera. Mér finnst mikið skorta á að karlar almennt taki sinn skerf. Einnig að þeir sæki sinn rétt. Af hverju sætta íslenskir karlmenn sig við að löggjafinn bjóði þeim að taka einn mánuð af fæðingarorlofi eiginkvenna sinna, hali þeir áhuga á að sinna nýfæddu barni? Af hverju herjast þeir ekki f’yrir sérstöku fæð- ingarorlofi fyrir feður en láta konuna í friði með sína þrjá mánuði, sem eru alger lágmarkstími fyrir hana til að jafna sig eftir barnsburð. Það er nefnilega eitt sem aldrei má gleymast í öllu þessu jafnréttistali. Það er kon- an sem gengum með börnin og fæðir þau og því verður aldrei breytt. Við getum breytt svo mörgu öðru.“

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.