19. júní


19. júní - 19.06.1982, Page 64

19. júní - 19.06.1982, Page 64
Ég er hæf kona og ég hef af mörgu að miðla Viðtal: Magdalena Schram. Vandamál drykkjusjúkra kvenna eru að mörgu leyti sérstæð og ólík vandamálum drykkjusjúkra karla Rætt við Þuríði J. Jónsdóttur félagsráðgjafa sem starfar við Göngudeild fyrir áfengissjúka á Geðdeild Landspítalans — Líklega væri rétt að byrja á því að inna þig eftir skilgrciningu á því hvenær áfengisneysla verður sjúkdómur „Skilgreiningin fer mikið eftir |jví hver er spurður. Pannig myndi hekn- ir væntanlega hyggja svar sitt á líf- fræðilegum afleiðingum áfengis- neyslunnar; sem félagsráðgjafi lít ég hins vegar svo á, að áfengis- og vímu- gjafaneysla sé orðin sjúkleg, þegar hún fer að vahla einstaklingnum óþæginduin á einhverju hinna þriggja meginsviða í lífi hans, en þau eru líkainlegt og andlegt heilsufar, samskipti lians við annað fólk og í þriðja lagi fjárhagur og atvinna. Reyndar flokkar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) alkohólisma sem félagslegan, geðrænan og líkam- legan sjúkdóm, en ég tel að hér á landi hafi læknar gegnt of stóru hlutverki í meðferð áfengissýkimiar. 64 Áherslati hefur fyrst og fremst verið á hinar líkainlegu afleiðingar — á sjúk- dómshugtakið — en hinum félags- legu aðstu:ðum alkohólistans hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Þess vegna þarl' meðferð alkohólisma og öll hugmyndafræði hennar að mótast í ríkara mæli af sálfræðingum og lé- lagsráðgjöfum en verið hefur til þessa. Taktu eftir því að í minni skil- greiiúngu er hvergi ininnst á neyslu- tíðni eða magn, heldur er fyrst og fremst tekið mið af afleiðingum neyslunnar. Þetta á við öll vanabind- andi efni, svo sem róandi lyf, en ekki aðeins áfengi. Fólk almennt virðist ekki gera sér grein fyrir hversu vana- bindandi deyfilyf af öllu tagi eru og að þau geta leitt til varanlegra skemrnda, bæði líkainlegra og and- Iegra.“ — Svo við snúum okkur að konum sérstaklega, ciga þær við annars konar vandamál að stríða sem drykkjusjúklingar en karlar? „Tvímælalaust. Líkamlega eru þær verr úr garði gerðar — el’ svo má að orði koinast — en karlar. Pær þola minna magn al' áfengi og líffæra- skemmdir koma fyrr í Ijós hjá konum en körlum. Pað eru ýmsar orsakir fyrir þessari staðreynd, m. a. að kon- ur hafa mun fíngerðari vöðvabygg- ingu og minna vökvamagn í líkainan- um en karlmenn. I lér má koma því að, að orsakir fyrir ánetjan eru auðvitað jafn fjöl- þættar hjá báðum kynjuin, þ. e. líf- fræðilegar, geðrænar og félagslegar. Ég er þeirrar skoðunar að um 5— 10% áfengissjúklinga séu beinlínis fæddir áfengissjúkir, þ. e. a. s. að þeir séu með meðfæddan veikleika fyrir áfengi. i

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.