19. júní - 19.06.1983, Side 6
reist. E.t.v. er það ekki réttlátt að stilla
þeim upp saman á þennan hátt og gera
til þeirra þá kröfu, að þær líti á sig sem
einhvers konar samfylkingu. Og þó.
Því ef spurt er, líkt og gert var á Hótel
Sögu, hvort vænta megi samstarfs
kvenna á þingi, samvinnu við kvenna-
samtök, hvort starfsaðferðir og yfir-
bragð Alþingis muni breytast með
auknum hlut kvenna þar — ef spurt er
slíkra spurninga, þá er það vegna þess
að reynslan sýnir, að nokkurs er að
vænta. Áður en við hyggjum að svör-
um þingmannanna, er síður en svo úr
vegi að glugga í þau svör, sem reynslan
geymir í sínu pokahorni.
Hvað hafa konur gert?
Á ráðstefnu Jafnréttisráðs um Kon-
ur og stjórnmál, sem haldin var í
febrúar s.l. flutti Auður Styrkársdóttir
erindi byggt á rannsóknum sínum á
stjórnmálaþátttöku íslenskra kvenna.
Þá varpaði Auður fram þeirri spurn-
ingu hverjar helðu þó verið gjörðir
þeirra tiltölulega fáu kvenna, sem setið
hafa á Alþingi og í borgarstjórn
Reykjavíkur. Um þingkonurnar sagði
Auður m.a.:
„Það yrði of langt mál að telja hér
upp allar gjörðir þingkvenna. Eg mun
því rétt drepa niður í bunkanum til að
gefa ykkur smáþef af réttunum.
Ingibjörg H. Bjarnason flutti á
þinginu 1923 tillögu til þingsályktunar
um byggingu landsspítala, en konur
höfðu hafið landssöfnun til spítala árið
1915 til minningar um kosningarétt
kvenna. Sú söfnun gekk mjög vel og
framlag kvenna munaði miklu...
Guðrún Lárusdóttir beitti sér mjög
fyrir því á þingi að hér yrði byggt
drykkjumannahæli og sömuleiðis vist-
arskóli fyrir vanheil börn og unglinga.
Hún talaði mjög fyrir vangefnum
börnum og unglingum, er lent höíðu á
glapstigum og flækingi og vildi að sam-
félagið æli önn fyrir þessum smáu
þegnum sínum. Katrín Thoroddsen
bar m.a. fram frumvarp um dagheim-
ili fyrir öll landsins börn innan skóla-
skyldualdurs. Það fruinvarp var ekki
samþykkt, en árið 1981 gaf ríkisstjórn-
in fyrirheit í samningum við verkalýðs-
6
hreyfinguna að dagheimilisþörfí land-
inu verði fullnægt næstu tíu árin. Við
ynnum kvennabaráttunni áreiðanlega
ekkert ógagn þótt við litum eftir þessu
loforði og tækjum þannig upp þráðinn,
þar sem Katrín skildi við hann.
Árið 1950 fengu Kristín Sigurðar-
dóttir (Sjálfstæðisfl.), Rannveig Þor-
steinsdóttir (Framsóknarfl.) og Soffia
Ingvarsdóttir (varam. fyrir Alþýðufl.)
samþykkta þingsályktunartillögu um
uppeldisheimili fyrir vangefin börn og
unglinga. Rannveig Þorsteinsdóttir
beitti sér að auki mjög fyrir málum
eins og heimilishjálp og orlofi hús-
mæðra og aðgerðum í húsnæðismál-
um, sem þá voru mjög bágborin.
Ragnhildur Helgadóttir talaði á
hverju þingi fyrir uppeldisheimili fyrir
ungar og afvegaleiddar stúlkur og
Auður Auðuns talaði fyrir jafnræði
hjóna í fjármálum í hjónaböndum, er
gengu í gildi fyrir 1924.“
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra
Samvinna þvert á flokksbönd
,,Raunar hafa sum mál gengið eins
og rauður þráður í gegn um þingsögu
kvenna. Ein þingkona hefur tekið við
afannarri um að fylgja ákveðnum mál-
um eftir. Þar má nefna uppeldisheimili
fyrir börn og unglinga, sérsköttun
hjóna og ýmis réttindamál þeirra á
millum og loks ýmis ákvæði um al-
mannatryggingar. Skýrasta dæmið
um samvinnu kvenna á þingi er e.t.v.
dæmið hér að ofan um uppeldisheimili
handa vangefnum börnum og ungling-
um, sem þær Kristín og Soífia komu í
gegn. Annað dæmi langar mig einnig
til að nefna hér; árið 1957 sátu Adda
Bára Sigfúsdóttir og Jóhanna Egils-
dóttir (Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur) sem varamenn á þingi og báru
þær þá fram tillögu ásamt Ragnhildi
Helgadóttur, Sjálfstæðisflokki, um
endurskoðun á ákvæðum um barnalíf-
eyri. Auðvitað vil ég ekki halda því
fram að þingkonur hafi allar verið eins
eða allar talað fyrir máli kvenna sff-
staklega í öllum málum — nema þá
kannski Ingibjörg H. Bjarnason. Hin-
ar konurnar voru fulltrúar stjórnmála-
flokka og stóðu með llokksbræðrum
sínum fyrst og fremst. Þó finnst mér
málflutningur þeirra töluvert annars
eðlis en málflutningur karlanna. Þær
tóku að sér ýmis mál og létu karlana
heyra það, ef þeim fannst tregðan
keyra fram úr hófi.“
Ekki óréttmæt óskhyggja!
f þessum orðum felast vissulega já-
kvæðar vísbendingar um samstöðu
kvenna í vissum málaflokkum. Auðvit-
að mætti nefna hér fieiri og nýrri dæmi
þótt það sé látið vera hér. Ef litið er til
svara þeirra kvenna, sem eiga munu
sæti á næsta Alþingi, er enn frekari
stoðum rennt undir þær væntingar,
sem virðast gerðar til þeirra.
Ragnhildur Helgadóttir þóttist viss
um að samstarf á þeirra í millum ætti
eftir að komast á en sagðist ekki geta
svarað þeirri spurningu enn sem kom-
ið væri, hvort þar yrði um formlegt
samstarf varðandi löggjafir að ræða.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir kvað
þær Kvennalistakonur hal'a fullan hug
á samstarfi og vonast eftir að þær gætu
sameinast um mál, sem væru ofarlega
á forgangslista kvenna. Jóhanna Sig-
urðardótdr sagðist mundu leggja sig
fram við að svo gæti orðið, því þótt hér
væri um að ræða níu konur frá 5 flokk-
um eða samtökum sem tækju mismun-
andi afstöðu til leiða að markmiðum
og ættu því ellaust eftir að greina á um
margt, þá hlytu þær að geta staðið