19. júní - 19.06.1983, Page 15
skólum ekki einhlít. Hugsanlega skipt-
ir máli á hvaða aldri stúlkur eru þegar
þær eru í sérskólum.
Það var mjög gaman í Smith og ég
sökkti mér niður í bókmenntirnar.
Þangað komu margir frægir gestir og
héldu fyrirlestra. Ég man sérstaklega
eftir öldungadeildarþingmanninum
McCarthy, sem stóð þá fyrir ofsóknum
á hendur róttæku fólki í landinu. Það
var sérstök lífsreynsla að hlusta á hann
og kynnast ræðustílnum. Hann talaði
rneð miklum tilþrifum og lét fullyrð-
ingarnar dynja látlaust, en það var al-
veg furðulegt að ég mundi varla orð af
því sem hann haíði sagt þegar ég kom
út. Það var eins og haglél lielði dunið á
mér.
Eftir árin í Smith College var ég eitt
ár við framhaldsnám í Oxford í forn-
íslenskum bókmenntum hjá þeim frá-
hæra fræðimanni Gabriel Turville-
Petre.
Engar sérstakar fyrirmyndir
— Manstu eftir einhverjum konum,
höfundum eða sögupersónum sem þú
dáðist að eða ltöíðu áhrif á þig í upp-
vextinum?
Svava hugsar sig um góða stund og
segir svo: Ég var alltaf ákaílega upp-
tekin af því að vera ég sjálf og ég held
ég hali ekki átt ncinar sérstakar fyrir-
myndir.
Ég man eftir einu atviki sem gerðist
þegar ég var 12 ára og mér fannst und-
arlegt. Það höíðu verið teknar af mér
passamyndir eins og tilskilið var á
þeim árum. Ég man að þegar íöður-
amma mín, Sigríður Beck, skoðaði
myndirnar, þá tók hún upp eina
þeirra, horfði fast á hana og sagði:
„Þetta er Svava þegar hún verður
komin á þing.“ Hún gafenga skýringu
og ég hef ekki hugmynd um hvers
vegna hún sagði þetta.
Þegar ég var unglingur tók ég upp
hanskann fyrir Hallgerði langbrók.
Mér fannst ómaklega á hana hallað.
Um viðskipti þeirra Gunnars má
segja: Moralen er — lemdu aldrei kon-
una þína, og allra síst svo aðrir sjái til.
Ég hef einhvers staðar séð það á
prenti að augu mín hafi fyrst opnast
fyrir kynferðislegu misrétti og kjörum
kvenna þegar ég bjó í Svíþjóð á sjö-
unda áratugnum. Þetta er auðvitað
fráleitt. Hver einasta mannvera finnur
það mjög snemma ef á að þröngva
henni í aðra átt en þá sent hugurinn
stefnir til. Það var engin tilviljun að ég
varð að koma sjálfsvitund minni nokk-
urn veginn í lag áður en ég byrjaði
rithöfundaferilinn. En frá því hef ég
sagt í bókinni „Konur skrifa“. Síðar
réðu því auðvitað fleiri en ég að þessi
barátta varð félagsleg — ekki bara per-
sónuleg.
Auðvitað las ég bækur eftir konur -
Selmu Lagerlöf, Virginíu VVoolf og
Gertrude Stein. Það var gott að vita af
þeim og fleiri í fremstu röð rithöfunda.
Við sem heima sitjum
Ég man að ég var hrifin af Aðal-
björgu Sigurðardóttur sem kom
stundum í heimsókn til foreldra
minna. Hún var mælsk og lifandi í
umræðum og það var mikið rætt bæði
um trúmál og stjórnmál. Prófessor
Haraldur Níelsson, maður Aðalbjarg-
ar, hafði kennt foður mínum í guð-
fræðideildinni, og það var mikil vin-
átta þarna í milli.
Þegar ákveðið var að Ríkisútvarpið
tæki upp sérstaka þætti fyrir konur
haustið 1960, var leitað til Aðalbjarg-
ar. Hún sagði við þá: „Þið skuluð leita
til einhverra þessara ungu kvenna sem
hafa verið að mennta sig“ og hún benti
á mig. Ég tók að mér þáttinn, sem var
geftð nafnið Við sem heima sitjum,
en ég lýsti því yftr við þá þarna í út-
varpinu að ég mundi ekki ræða um
það sem þeir teldu kvennamál, þ.e.a.s.
heimilsstörfog barnauppeldi —ég teldi
að konur hefðu víðtæk áhugamál. - Eg
fjallaði m.a. um bækur og rithöfunda.
Síðla þennan vetur flutti ég austur á
Eskifjörð þar sem maðurinn minn tók
15